En hvar eru fulltrúar atvinnulífsins?

Ég get ekki séð að í þessari nefnd sitji fulltrúar atvinnurekenda eða launafólks?  Hver er reynsla og kunnátta þessa stýrihóps í atvinnurekstri og uppbygginu? 

"Eitt meginmarkmið þessarar vinnu er að móta áherslur sem tryggja að Ísland verði eitt af 10 samkeppnishæfustu löndum heims árið 2020."

Er þetta raunhæft markmið eða rennur þetta bara út í sandinn eins og hið óraunhæfa markmið að koma íslenskum háskóla í raðir 100 bestu í heiminum?  Ekki heyrist mikið um það markmið nú.

Svo er spurningin hvað þekkir þessi stýrihópur til erlendrar samkeppni?  Það eru líklega yfir 100 lönd sem hafa þetta sama markmið og hafa lagt í það mikla vinnu og peninga. Er þessi íslenski stýrihópur á heimsmælikvarða?


mbl.is Stýrihópur um eflingu atvinnulífs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband