OR: Tap nemur 13 faldri orkunotkun

Tap OR upp á 73 ma kr. er ótrúleg tala eða 200,000 kr á mánuði fyrir hverja 4 manna fjölskyldu í Reykjavík.  Á sama tíma er orkukostnaður þessarar sömu fjölskyldu um 15,000 kr.  

Sem sagt hver fjölskylda mun koma til með að borga margfalt hærri upphæðir fyrir skuldir og brask OR en fyrir rafmagnið og heita vatnið! 

Ísland er að verða landið þar sem fólk borgar tvisvar fyrir allt.  Einu sinni fyrir eðlilegan kostnað vörunnar og þjónustunnar og svo aftur vegna skulda, brasks og/eða vanhæfni í fjármálastjórnun.

Stjórn OR er ekki stætt að sitja við þessar aðstæður.  Hún verður að víkja fyrir nýjum, sjálfstæðum og hæfum stjórnarmönnum.


mbl.is 71,5 milljarða halli hjá Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er alveg ótrúlegt tap.  Á hverjum einasta virka degi síðasta árs, tókst OR að loka sjoppunni í lok dags með 300 milljóna tapi.   Hverskonar hálfvitar stjórna þessu fyrirtæki? 

En það er sama hvert litið er á Íslandi.  Bankarnir, orkufyrirtækin, sjávarútvegurinn, tryggingafélögin, olíufélögin, stjórnmálin  þá blasir spillingin og vanhæfnin við.

Það er ekki skrítið að þetta land sé á hausnum. 

Guðmundur Pétursson, 2.6.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ekki bara stjórnin heldur stóru ´´eigendurnir ´´ líka s.s. Hjörleifur Kvaran og Kó.

Svo er fyrirtækið líka mikill umhverfissóði. 

Einar Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sveitarfélögin rekin með tugamilljaðratapi að auki. Verður landið okkar það fyrsta í veröldinni sem verður algerlega gjaldþrota? Fer verr en Argentína?

Arinbjörn Kúld, 2.6.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband