30.5.2009 | 21:49
Pólitísk barbabrella eina ferðina enn
Þessi skuldabréfa útfærsla skilanefndar Landsbankans er ekkert nema pólitísk brella byggð á vafasömum lagalegum grunni.
Hvað ætli erlendir kröfuhafar segi við þessari lausn? Starfa skilanefndir ekki á ábyrgð ríkisins? Hver á að kaupa þessi skuldabréf, hvaða vexti bera þau og hvernig verða þau verðlögð?
Ætli hér sé ekki á ferðinni dulbúin ríkistryggð lausn sem verður skattgreiðendum dýr. Útfærslan virðist vera gerð til þess að Icesave skuldbindingin komi ekki beint inn í ríkisbókhaldið og því líti ríkisreikningurinn betur út.
Sem sagt, dýr fegrunaraðgerð beint úr smiðju gamla Landsbankans. Var við öðru að búast!
Takmarka ábyrgð vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hálfgerð ekki-frétt. Maður er allavega litlu nær. Svo er þögnin af uppgjöri bankanna orðin mjög hávær. Er ekki matskýrsla O.W. eitthvað geislavirkt leyniskjal?
Ólafur Eiríksson, 30.5.2009 kl. 22:43
Sæll Andri.
Ég er eins og margir íslendingar , hlusta á það sem sagt er .
Þú ert að tala um einhverja ,,barbabrellu" ?
En segðu mér eitt, fyrstu þú veist þetta !
Hvað skuldar íslenskaþjóðin mikið í dag, 31. maí 2009 ?
Hvað eigum við mikið upp í skuldir ?
Ég hef hvergi séð neitt um þetta, og alþingismenn hafa meiri áhuga á að koma sjálfum sér á fram færi en að segja rétt frás !
JR (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:36
Glottandi kanína:
http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8
Einar úr Bláberjadal (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 04:50
JR, í fyrstu viku hruns skuldaði þjóðarbúið 12 þúsund milljarða, þar af skuldir bankana um 10 þúsund milljarðar. Í janúar 2009 höfðu skuldirnar hækkað í 15 þúsund milljarða skv. ríkisskattstjóra. Þannig standa þær enn í dag enda hefur ekkert verið afskrifað eða gert upp. Út frá áætluðum vaxtagreiðslum ríkissjóðs þetta árið má gefa sér að skuldir ríkissjóðs í kjölfar hrunsins verði um 1.740 milljarðar. Út frá áætluðum vaxtagreiðslum næsta árs má gefa sér að skuldir ríkisins verði um 3.600 milljarðar ef við gefum okkur að vextirnir séu um 5%. Þá er reiknað með að búið verði að gera upp hrunið og afskrifa megnið að skuldum bankana. En þetta set ég fram án ábyrgðar, bara út frá þeim forsendum sem minn fátæklegi þekkingarbrunnur hefur á að byggja. En þetta eru það skuggalegar tölur að engin þorir að segja frá.
kveðja að norðan
Arinbjörn Kúld, 31.5.2009 kl. 08:28
Já þetta er "barbabrella". Hvaða heilvita manni dytti í hug að gefa út blankó (án upphæðar) víxill fyrir skuld þar sem upphæðin yrði fyllt inn síðar, hér er ekkert þak.
Á að skuldsetja þjóðina um aldur og eilífð ?
Stefanía (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.