IMF hefur sitt fram - skattaveislan er rétt að byrja!

Sú staðreynd að Lilja Mósesdóttir sat hjá við þessa atkvæðagreiðslu bendir til að IMF sé að herða skrúfuna.  Auðvita blöskrar mönnum á þeim bæ hversu hægt gengur hjá nýrri stjórn að hækka skatta og skera niður.

Næst fáum við hækkaðan tekjuskatt, eignarskatt og guð má vita hvað?  Hvað varð um sykurskattinn?  Ætli IMF hafi ekki sagt VG að sú skattlagning væri ekkert nema dulbúinn tollur á útflutningsvöru ESB.

Það er orðið nokkuð ljóst hverjir eru við stjórn og hverja þarf að draga á asnaeyrunum til aðgerða.


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Verst að enginn þorir að segja IMF að taka pokann. Skildi aldrei af hverju stjórnvöld voru svona æst í að fá þessa gamma inn á gafl.

Villi Asgeirsson, 29.5.2009 kl. 03:53

2 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.

Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.

Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..

Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 04:24

3 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Ég ætla nú ekki að verja þá vondu stofnun sem IMF er, en markmið hennar er að lækka skatta, og minka ríkið og gera öll þjóðfélög einsa USA þar sem engin samtrygging er og kerfið er afar ómanneskulegt, ríkir verða ríkari og einka væða allta þannig að þú þarf að borga fyrir t.d vatn dýrum dómi, þeir myndu einkavæða súrefni ef hægt væri að koma í veg fyrir stuld á því.  en skattahækkanir bytna oft á þeim sríku eru eytur í augum IMF

Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2009 kl. 09:38

4 identicon

Andri, orð þín um IMF við völdin sönnuðust í Kastljósi í gærkvöld: Hlustið á Lilju Mósesdóttir útskýra fyrir Guðmundi Steingrímssyni og Sigmari Guðmundssyni að yfirvöld hafi þurft að hækka skattana til að sýna að þau væru að taka á hallanum núna strax og að það sé visbending til AGS (IMF) um að yfirvöld séu að gera það sem hann ætlast til af okkur!?! :

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431395/2009/05/30/

Og þar með beittu yfirvöld skuldara landsins enn einu sinni ofbeldi.  Hvað finnst IMF um ofbeldið?  Hvað finnst IMF um að hækkun yfirvalda á bensíni, áfengi, tóbaki ýti fasteignaskuldum venjulegs fólks upp í himinhæðir?  Hvað ætli alþjóðadómstólum og mannréttindadómstólum finnist um það ofbeldi gegn fólki?  Það liggur við að maður bara gráti.

Einn maður, TJ, lýsti þessu, meðal annarra orða, svona:

"Maður níðist heldur ekki á þjóð sinni með því að fleygja henni fyrir borð úti á rúmsjó með blöðru í stað björgunarvestis. Segja henni svo að synda bara heim þótt hvergi sjáist til lands, jafnvel þótt synda verði út yfir gröf og dauða." 

EE elle (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 00:07

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það sem vantar hjá íslenskum stjórnvöldum er kallað "joined-up thinking" á ensku.  Það byggir á  þeirri staðreynd að allt í okkar þjóðfélagi er tengt saman á einn eða annan hátt og til að taka á þeim gríðarlega vanda þurfa allir að vinna saman.  T.d. þurfa ríkismála aðgerðir og stuðningsaðgerðir við almenning og fyrirtæki að vera samtvinnaðar.  Í dag sjáum við klassískan bútasaum.  Aðgerðir koma í litlum og ótengdum skömmtum.  Þetta lengir kreppuna og gerir hana erfiðari fyrir marga.  Hins vegar er þetta þægileg aðferð fyrir ráðherra og sú sem þeir þekkja!

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.5.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband