Íslenskir ráðherrar nota ekki tölur

Orðalag viðskiptaráðherra vegna fyrirspurnar um mat Mats Josefssonar á kostnaði vegna endurreisnar bankakerfisins er með ólíkindum.  Hvers vegna geta íslenskir ráðherrar ekki notað tölur og tíma til að útskýra og rökstyðja sitt mál. 

Hvernig væri að ráðherra útskýrði nákvæmlega hver tímasettur útlagður kostnaður er og hvaða eignir koma þar til frádráttar og hvenær og hvernig þeim verður komið í verð.

Ætli Mats eigi ekki við að brúttó kostnaður við endurreisn bankanna er vel þekktur og það þarf að leggja út fyrir honum áður en óþekkt verðmat hugsanlegra eigna sem ekki standa á sterkum lagalegum grunni komi til frádráttar.

Enn eitt dæmið um íslenska "bjartsýni" og erlendan "misskilning".  Sama gamla tuggan aftur og aftur.  Hvað er hægt að bjóða landsmönnum þetta lengi?


mbl.is Á ekki við útlagðan kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Svo lengi sem við höfum óbreytta kosningalöggjöf og óbreytta flokkaskipan verður þetta svona. Sorrý Andri.

Arinbjörn Kúld, 26.5.2009 kl. 22:51

2 identicon

Heyrðir þú í Svavari Gestssyni "samningamanni" í Icesave deilunni  í útvarpsviðtali í gær ? Þú ert að kalla eftir nákæmni...

Svona, miðað við alvarleika málsins og að hann skuli vera með það hlutverk að semja um þessar óreiðuskuldir sem eru orðnar að skömm Íslands - og í raun bera skylda til að upplýsa almenning hér um stöðu málsins - að þá voru svör hans með öllu óábyrg; hann sagði akkúrat ekki neitt um framvindu mála eða hugsanleg verklok.

Hvar í ósköpunum - veruleikanum - komast "ráðgjafar" upp með svona ? Nefninlega hvergi - þ.e.a.s. sé einhver trúverðugleiki og ábyrgð er að baki verkefni viðkomandi.

Ég velti því fyrir mér - að sjálfsögðu -  hvort að gæði vinnu Svavars í þessu ferli séu á sama plani ?

Spurning að senda Svavar á námskeið í Verkefnastjórnun...

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband