Olli Rehn hefur hlýjar taugar til Íslands

Ansi er maður orðinn þreyttur á þessu neikvæða bloggi um Olli Rehn.  Hann er einfaldlega að vinna sína vinnu samviskusamlega og faglega. 

Hann er góður í að miðla upplýsingum um stækkunarmálin og auðvita eru Ísland og Króatía ofarlega í hans huga.  Ísland mun leggja fram umsóknartillögu nú í sumar og þetta er sá aðili sem mun hafa með okkur að gera í því ferli.

Að maðurinn megi ekki nefna Ísland á nafn án þess að allt fari í loft hér sýnir mikið óöryggi og viðkvæmni af hálfu Íslendinga.  Við ættum heldur að fara að tala við Olli á faglegum grundvelli og notfæra okkur hans velvilja og þekkingu.

 


mbl.is Króatía á undan Íslandi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað fyndist þér ef hér á landi væri hópur fólks sem vildi að Ísland yrði hluti af Bandaríkjunum og Bandaríkjastjórn hefði innan sinna raða ráðherra stækkunarmála (útþenslumála) sem væri sífellt að tala um að Ísland gæti nú fljótlega orðið hluti Bandaríkjanna ef Íslendingar óskuðu eftir því? Þetta heita einfaldlega afskipti af innanríkismálum og eru ekki við hæfi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Andri Geir: -  Olli Rehn er slettireka. Það er orðið sem notað er um erlenda erindreka sem hafa afskipti af innri málefnum annars ríkis. Skiptir þá engu hvort áróðursmaskínan í viðkomandi landi hlutast til um málið eða ekki. Vinna í utanríkisráðuneytinu, í tíð Ingibjargar Sólrúnar, fer eins nálægt því að flokkast sem landráð og hugtakið spannar.

Það er varla til það tveggja ára barn á Íslandi sem ekki hefur heyrt Olla lýsa því yfir að við séum velkominn í útbreiddan faðm Evrópusambandsins. Eiríkur Bergmann , Baldur Þórhallsson og allur Sammála-kórinn hefur svo sungið viðlagið.

En við vitum hvað er í boði hjá ESB, við vitum nokkurn veginn hvað við fáum langan tíma til að aðlagast stofnskrá sambandsins og við vitum að við fáum Lissabon sáttmálann í kaupbæti. Og síðast en ekki síst þá vitum við að við verðum hornreka í stórríkinu. Einhvers konar hottintottar Evrópu. 

Forfeður okkar seldu sjálfstæði Íslands fyrir frið og eftirkomendur þeirra létu menningararfinn af hendi fyrir brennivín. Það tók 700 ár að vinna landið til baka.

Hvað þarf ein þjóð að sjá að baki sjálfstæði sínu oft til að átta sig á gildi þess?

Ragnhildur Kolka, 15.5.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hinir yfirþjóðlegu embættismenn Evrópusambandsins eru sennilega orðnir svo vanir því að skipta sér af innanríkismálum ríkja sambandsins að þá munar ekkert um að skipta sér að innanríkismálum ríkja sem standa utan þess. Sérstaklega ekki ef um er að ræða ríki sem þeir telja að þeir eigi að hafa umráðarétt yfir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ragnhildur,

Þitt innlegg um sjálfstæði er gott.  Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hins vegar er munur á 1262 og 2009.

Hjörtur,

Það er enginn flokkur með ríkjasamband við USA á stefnuskrá.  Hins vegar eru margir flokkar á Alþingi volgir fyrir ESB aðild.

Sjáum hvað setur, það er enn langt til jóla.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.5.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband