Á milli steins og IMF sleggju!

Það er greinilegt að Steingrímur er kominn í ansi þrönga stöðu enda veit það aldrei á gott þegar stjórnmálamenn fara að vitna í Vestmannaeyjagosið.   Fulltrúi IMF, sem annars hefur ekki heyrst mikið í, kastar hanskanum og kallar á stefnu sem fer þvert á áætlun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hvað varðar stýrivexti og gjaldeyrishöft.

Þetta veit Steingrímur enda er hann að undirbúa þjóðina fyrir enn einn skellinn þegar hann segir:

Grundvallaratriði er að ná jafnvægi í ríkisrekstri, enda eru fyrir því ekki aðeins hagfræðileg rök heldur einnig pólitísk og siðferðileg.

Gaman væri að heyra þau hagfræðilegu rök sem kalla á skattahækkanir og niðurskurð ríkisframkvæmda til að örva athafnalíf í dýpstu kreppu í yfir 60 ár.  Hin siðferðislegu rök fyrir niðurskurði á velferðakerfinu eru einnig vafasöm.  Hvað varðar hin pólitísku rök þá væri hollt fyrir kjósendur að taka þau með miklum fyrirvara. 

Nei, "jafnvægi í ríkisrekstri" er einfaldlega eitt af mögrum skilyrðum IMF fyrir að lána okkur peninga svo við gætum unnið okkur út úr einu stærsta skuldafeni sem þekkist á byggðu bóli.  

Með illu skal illt út reka!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Andri

Ég sé ekki betur en hér ríki allsherjar pattstaða á flestum sviðum. Það er allt kapítal búið úr landinu, hallarekstur ríkisins er ,,structrual" og verður ekki lagfærður nema með blóðugum niðurskurði á velferðarkerfinu. Sveitarfélögin stefna flest nokkuð tryggilega í gjaldþrot ásamt Landsvirkjun, OR og fleiri fyrirtækjum. Um einkageirann er það að segja að all-verulegur hluti hans hefur virkað síðustu ár á kostnað sífellt vaxandi erlendrar skuldsetningar hagkerfisins. Umræddur hluti er því ekki beinlínis æskilegur heldur verður hann bókstaflega að leggjast af. Einhverskonar umbylting í atvinnuháttum virðist óumflýjanleg og algerlega massív (efnahagsleg) lífskjaraskerðing yfir línuna því óumflýjanleg.

Ég upplifi málið þannig að gjaldeyrishöft, lántökur frá nágrannaríkjum og AGS ásamt fögrum fyrirheitum um að hér verði staðið við ýmsar skuldbindingar; Byggi á vanmati á þessari stöðu og muni til lengri tíma litið bara fresta vandanum og flækja okkur enn þéttar í vonlausa stöðu.

Er ég að missa af einhverju?

Ólafur Eiríksson, 14.5.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ólafur,

Takk fyrir innlitið.  Raunsæ greining hjá þér.  Við erum nú komin inn í svipað ferli sem leiddi Nýfundnaland inn í ríkjasamband Kanada.  Allt var reynt jafnvel að selja Baffinsland.  Við eru ekki enn komin svo langt að íhuga að selja Vestmannaeyjar t.d. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.5.2009 kl. 18:06

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

 Takk fyrir það Andri og ágætt blogg þitt.  Maður er þá allavega ekki einn á þessari blaðsíðu.

Ólafur Eiríksson, 14.5.2009 kl. 19:57

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við verðum sem sagt hirt upp í skuldir. Skýrir af hverju samfylking vill koma okkur í ESB sem allra fyrst áður en norður ameríka fær færi á að taka okkur upp í skuld.

Arinbjörn Kúld, 16.5.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband