12.5.2009 | 14:38
Skattar hækka um kr. 76 ma?
Skattahækkanir sem nema kr. 1,000,000 á hverja fjölskyldu í landinu á næstu 2 árum voru kynntar í dag í nýrri þjóðhagsspá.
Í nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins munu hækka um kr. 31 ma 2010 og kr. 45 ma 2011 eða samtals um kr. 76 ma á næstu tveimur árum.
Fyrirtæki landsins eru varla í stakk búin til að taka á sig þessa hækkun svo búast má við að mest af þessari hækkun komi á hin svokölluðu "breiðu" bök.
Hagvöxtur á næstu tveimur árum verður nálægt núlli svo varla stækkar skattstofninn mikið. Þessi tekjuaukning ríkisins mun því að mestu leiti koma frá hækkuðum sköttum á einstaklinga: hátekjuskatti, fjármagnstekjuskatti veltusköttum og eignarskatti.
Hvernig þessi tala síðan dreifist á mismunandi þjóðfélagshópa og í hvað formi, fáum við að vita eftir helgi? Af hverju þá en ekki núna?
Kynna skattahækkun eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2009 kl. 08:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.