12.5.2009 | 08:37
Ofurskuldir draga úr samkeppnishæfni
Flugleiðir voru um áratuga skeið leiðandi flugfélag á Norður Atlantshafi hvað varðaði verð og nýjungar. En ekki lengur. Skuldabaggi fyrirtækisins hefur rústað samkeppnisstöðu fyrirtækisins.
Verð farmiða og sérstaklega hin gríðarlegu háu eldsneytisgjöld fæla útlendinga frá félaginu.
Kunningi minn í London er að fara til New York í október og ég spurði hvort hann ætlaði ekki að stoppa í Reykjavík í nokkra daga. Hann var alveg til í það þar til hann komst um raun um verð farmiða hjá Icelandair. Ódýrustu farmiðar með bandarísku flugfélögunum frá London til New York kosta 295 pund en 431 pund með Icelandair eða 46% dýrari.
Það virðist því vera kominn kjörinn tími fyrir erlenda aðila með aðgang að fjármagni og hreinan efnahagsreikning að fara í samkeppni við íslensku flugfélögin. Ferðamenn vilja koma til Íslands svo ekki vantar eftirspurnina. Hægt er að fá vélar og áhafnir á góðum kjörum erlendis og vegna skulda geta innlendu flugfélögin ekki farið í verðstríð. Og varla er ríkissjóður í stakk búinn að niðurgreiða flugmiða til útlendinga.
Fjársterkir erlendir aðilar eiga mikla möguleika hér á landi í framtíðinni og eftir um 20 ár má búast við að öll helstu og arðbærustu fyrirtæki landsins verði undir eign og stjórn útlendinga. Íslendingar verða sem fyrr uppteknir af því að borga gamlar skuldir.
Endurskipulagning í pípunum hjá Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jamm, ætli félagið fari ekki í þrot innan tíðar, eins og svo margt.
Arinbjörn Kúld, 12.5.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.