10.5.2009 | 18:41
Velferðarkerfið útþynnt
Þessi stefnuyfirlýsing er furðuleg samansuða úr stefnu flokkanna fyrir kosningar. Fátt er um skýr og mælanleg markmið. Tölur eru fáar eða engar. Vandanum er velt á unda sér og 100 daga áætlun byggist á frumvörpum, skýrslum, lokavinnu og endurskoðunum!
Það hefði verið hægt að vinna þessa "cut and paste" vinnu á hálfum degi. Hvað tók 2 vikur? Ég get ekki betur séð en að við séum í sömu sporum og fyrir kosningar. Að vísu virðast flokkarnir hafa náð einhvers konar samkomulagi um Evrópumálin sem er neðst á lista í kafla um utanríkisstefnu stjórnarinnar á eftir Palestínu!
Merkilegt plagg er þetta ekki, en þó er ein málsgrein þar úr safni VG sem boðar ekki gott:
Þar segir:
"Veitt verði heilbrigðisþjónusta við hæfi á viðeigandi þjónustustigi, óháð efnahag og búsetu"
Með öðrum orðum Íslendingar munu ekki fá þá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á eins og stendur í núverandi heilbrigðislögum.
Hefði ekki verið heiðarlegar að segja að lög um heilbrigðisþjónustu yrði endurskoðuð og þjónustustigið lækkað. Þar með verða þeir sjúklingar sem vilja fá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á að fara erlendis og borga fyrir hana sjálfir.
Var þetta í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar fyrir kosningar?
Aukin tekjuöflun könnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.