Sveitarfélög fela sig á bak við Seðlabankann

Ef spá Seðlabankans um áframhaldandi lágt gengi er blaut tuska framan í sveitarfélögin þá er sú staðreynd að sveitarfélögin tóku erlend lán rýtingur í bakið á útsvarsgreiðendum.

Eitt er að einstaklingar og fyrirtæki taki erlend lán en að sveitarfélög skuli gera það er alveg óskiljanlegt.  Hér er verið að spila með skattpeninga almennings og þá verður að gera þá kröfu að sveitarfélög sýni mikla varkárni.  Ef Seðlabankinn varar við erlendum lántökum þá eiga sveitarfélögin að vera fyrst til að fylgja þessum ráðum.

Hvernig verður þetta leyst?  Jú með því að velta þessu yfir á almenning.  Útsvarsprósentan verður hækkuð líklega um 5% 2010.

 


mbl.is „Eins og blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir sveitastjórnarmenn eru raunveruleikafyrtir. Halda það að krónan styrkist, - vá er ekki í lagi með þessa menn, hún á bara eftir að veikjast þar til hún hverfur. Þetta er ónýtur gjaldmiðill, þökk sé kolrangri og heimskri peningamálastefnu Seðlabankans til margra ára. Þetta hefði ekki þurft að fara svona ef Ísland hefði haft vitiborið fólk við stjórn.

ágústa (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 07:13

2 identicon

Já, að er raunveruleg hætta á að krónan hverfi. En ég sem neytandi get ekki notað íslensku krónuna erlendis, því hún er ekki viðurkennd sem skiptimynnt.

Það er alvarleg "blinda" í fólki hér.  Alger sjálfsafneitun þröngsýnnar, einangraðrar smáþjóðar hér norður í hafi sem berst um á hæl og hnakka. Og herðir að. Má líkja þessu við óþekkan krakka sem búið er að taka í hnakkadrambið á

Við neitum að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að þetta er löngu komið á endastöð með þennan gjaldmiðil.

Síðan er þessi endlausa útgönguleið ofangreindu "viti borinna manna" - að senda almenningi reikninginn, þegar EXCEL - líkönin hafa brugðist.  Gert enn í dag af fullkomnu ábyrgðarleysi. Skammt að minnast margumræddra "álagsprófa" banka sem brugðust. Og hver blæðir fyrir vanhæfið ? 

Svo til að kóróna undirliggjandi hugsunarhátt  og athafnir - eru almennir launþegar kallaðir "breiðu bökin".  Hefur þú lesandi góður "orð" fyrir þetta ? Ég hef.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 09:39

3 identicon

einsog ég. þá er ég að borga 1 prósentustigi hærra í skatt hjá ísafjarðarbæ og seinasta haust var eg að vinna í Reykjavík og þénaði ágætlega en svo þegar það koma að´skatta framtalinu þá var ég alltí einu farinn að skulda skatta afþví eg var skráður fyrir vestan en ekki í bænum og þessu þarf að breita og setja fyrirtækjum skýrari reglur sambandi við hvaðan á landinu manneskjan er.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:05

4 identicon

Það þarf að muna það að á Íslandi voru og eru okurvextir, en gjaldeyrislánin voru með lægri vöxtum og það var talið að þau myndu ekki hækka meira en neysluvísitalan.  Sveitarstjórnarmenn, fyrirtæki og einstaklingar höfðu ástæðu til að ætla að þetta væri hagkvæm lántaka.  Harmsaga þessa máls er að einstaklingar og niðjar þeirra hafa með kollsteypunni verið hnepptir í 100 ára skuldaþrældóm meðan fjármagnseigendur halda öllu sínu eins og ekkert hafi í skorist.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gísli,

Að taka lán í einni mynt og hafa tekjur í annarri er einhver sú áhættusamasta lántaka sem þekkist og í mögrum löndum er hreinlega bannað að bjóða svona lán til einstaklinga.  Aðeins fagfjárfestar fá þessi lán.  Þetta er þekkt staðreynd um allan heim og ég held að það sé leitandi af því landi þar sem sveitarfélög hafa tekið lán í erlendum gjaldeyrir án þess að hafa tekjur á móti í sömu mynt.

Það sem vantar á Íslandi er óháð, sjálfstæð og nákvæm gagnrýni.  Vonandi að Íslendingar læri af þessu og taki allt sem kemur frá þeim sem "vita best og telja réttast" með miklum fyrirvara og fari fram á rökstuðning og erlend dæmi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Höfundur ókunnur

Já, þetta er líklega rétt hjá þér.  En hvað er til ráða - í alvöru talað?

Eigum við að endurvekja gamla sáttmála? ESB er hættulegt að mínu mati, og USA er í vondum málum skv. þessari kvikmynd (sem þú og aðrir hafa etv. séð)

http://video.google.com/googleplayer.swf?docid=270867650600562607&hl=en&fs=true

Höfundur ókunnur, 9.5.2009 kl. 13:27

7 identicon

"Já, þetta er líklega rétt hjá þér. En hvað er til ráða - í alvöru talað?"

Tjah, skynsamleg og hógvær fjárfestingarstefna? Nota góðærið í e-ð annað en neyslufyllerí?

"Aðeins fagfjárfestar fá þessi lán."

Teljast sveitarfélögin ekki til fagfjárfesta? T.a.m. í Bretlandi fá sveitarfélögin innlán sín í íslensku netbönkunum ekki tryggð, væntanlega sökum þess að þau teljast sem fagfjárfestar, og þeir eru með sama regluverk og við, a.m.k. að mestu leiti.

BB (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:18

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

BB,

Sveitarfélög eru ekki fagfjárfestar þó það sé þægilegt fyrir suma stjórnmálamenn að halda því fram t.d. Gordon Brown!

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 15:01

9 identicon

Mjög áhugavert að skoða svörin hjá fólki að ofan. Kjarninn er þessi að vandinn sem við erum í stafar af því hvernig búið er að langtímalánum hjá þjóðinn. Þessi lán eru verðtryggð og uppbygging vísitölu neysluverðs hefur oftar en ekki búið til falskar tölur á neysluvísitölunni. Samsetning hennar er einnig mjög hæpin að sumu leiti.

Þetta er ástæðan fyrir því að aðilar voru tilbúnir að taka á sig 20-30% fall á gjaldmiðli.

Þar fyrir utan voru allar spár Seðlabanka Íslands þannig að með 75% líkum var tryggt að gengi EUR væri undir 150. Þar fyrir utan var spá bankans um sumarið 2008 að gengi EUR yrði á bilinu 120-130.

Við skulum einnig hafa í huga að almennt er 30-40% teigni á milli gengisfalls IKR og breytinga á neysluvísitölu það er ef gengið fellur um 10% þá má reikna með að hækkun VTN verði um 3-4%. Þetta sést t.d. á breytingunum frá 1.1.2008 til dagsins í dag en á þeim tíma hefur gengið fallið um 72% sem ætti að leiða til 22-29% verðbólgu sem er nokkuð nærri lægi.

Verðtryggð lán á Íslandi hafa nefnilega á bak við sig genistryggðar krónur. Þess vegna skulu menn fara varlega hér í gagnrýninni.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:27

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Takk fyrir góðar ábendingar.  Vissulega er verðtryggingin vandamál.  Það er svo annað mál hvort sveitarfélögin hefðu ekki átt að leggja fyrir í góðærinu í stað þess að taka þátt í eyðslunni með lántökum.

Það vill oft gleymast í umræðunni hér að það þarf ekki alltaf að taka lán aðeins vegna þess að þau bjóðist.  Sú kynslóð sem er nú að vaxa úr grasi mun hafa allt annað viðhorf til lántöku en foreldrar þeirrar.  Brennt barn forðast eldinn.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 16:42

11 Smámynd: Valan

Það er að vissu rétt sem þú segir um sveitarfélögin, þau voru að spila fjárhættuspil með skattpeninga, en mér finnst vafasamt að fara að hefta ákvarðanafrelsi lýðræðislega kjörinna manna. Ég tel að sérfræðingarnir í þessu máli, bankarnir, eigi stóran hluta af þeirri sök að lánin voru tekin af þessum aðilum og þar eigi reglurnar að vera skýrar. Alveg eins og að lögfræðingur getur nánast aldrei ráðlagt skjólstæðingi í glæpamáli að bera vitni án þess að eiga í hættu að vera kærður fyrir afglöp í starfi þá eiga bankastarfsmenn ekki að geta veitt erlend lán til sveitarfélaga án þess að gulltryggt sé að sveitarstjórnarmenn fengu allar upplýsingar um áhættu og sterk viðvörunarorð um slík lán frá bankanum.

Við megum heldur ekki gleyma því að þenslan er tvíeggja sverð. Ef þú tekur engin lán á meðan aðrir taka hagstæð lán þá lendirðu samkeppnislega séð aftar á merinni en þeir sem eru að nota ódýrt fjármagn. Ef þú tekur hins vegar lán þá áttu í hættu að brenna inni með þau þegar þenslan endar. Það er ekki hægt að skammast endalaust í aðilum, sem ekki eru fagfjárfestar, fyrir að hafa tekið þátt í góðærinu - það bauð enginn venjulegur maður byrginn þeirri hvatningu sem var fyrir því að taka öll þessi lán. Bankarnir og ríkið báru ábyrgð á því að halda kerfinu í heilbrigðum farvegi og þeirri skyldu var ekki gegnt.

Valan, 9.5.2009 kl. 19:33

12 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Vala,

Ég er ekki að draga úr ábyrgð bankanna enda skrifað um það áður.  Sérstaklega hafa stjórnir gömlu bankanna sloppið "vel" á Íslandi miðað við önnur lönd. 

En þetta er ekki aðeins bönkunum og neytendum að kenna.  Íslenskt regluverk sem snýr að fjármálum er mjög vanþróað.  Við vorum að spila í deild með stórum og þróuðum hagkerfum án þess að þekkja leikreglurnar. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 19:55

13 Smámynd: Valan

Sæll aftur Andri og takk fyrir skjót svör bæði hér og á minni síðu,

Þessu get ég verið sammála, það er ekki hægt að leyfa áhættusama iðn án þess að gera þá kröfu um varúðarráðstafanir. Það er hálf hlægilegt að hugsa til þess að ríkið hafi verið að banna reykingar á öldurhúsum á sama tíma og bankageiranum leyfist að blása upp í 13-falda stærð hagkerfisins, enda ljóst að stress vegna atvinnumissis og gjaldþrots slagi vel upp í að vera það heilsutjón sem óbeinar reykingar valda þeim sem af og til ramba inn á bar.

Valan, 9.5.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband