7.5.2009 | 12:49
Norðmaður skýrir frá aðgerðum í ríkisfjármálum!
Það er ansi hart að þjóðin þurfi að heyra um aðgerðir í ríkisfjármálum frá norska Seðlabankastjórnum. Svein segir: "Gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði útgjalda hins opinbera og að skattar verði hækkaðir, auk annarra tekjuaukandi aðgerða sem kæmu til framkvæmda í áföngum fram til ársins 2011."
Ekki gerir Seðlabankinn ráð fyrir þessu nema að hafa eitthvað í höndunum sem er meir en íslenskir kjósendur hafa. Er það þetta sem Steingrímur og Jóhanna eiga við þegar þau segja "allt upp á borðir" og "upplýsingar til almennings" en fyrst til norska ríkisborgarans Svein Harald!
Er Osló yfir Reykjavík?Umtalsverð vaxtalækkun í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða fokking máli skiptir það hvaða þjóðerni menn hafa? Það kemur málinu ekkert við hvort að maðurinn er Norðmaður eða Íslendingur! Hvílíkur þjóðernishroki. Það á ekki að skipta neinu máli hvaða ríkisborgararétt menn hafa, heldur hvaða hæfileika þeir hafa og ekkert annað.
Hermann (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:54
Þegar að við íslendingar getum ekki stjórnað okkar eigin efnahag, þá verður að fá aðra í verkið, eins og gert hefur verið.
Erfitt er að horfast í augu við það, en svona er þetta einmitt.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:16
Í flestum lýðræðisríkjum er það ríkisstjórn sem er við völd sem kynnir aðgerðir í ríkisfjármálum til skattgreiðenda sinna.
Andri Geir Arinbjarnarson, 7.5.2009 kl. 14:03
Svo verður áfram við lýði sú stefna að upplýsa almenning í landinu ekki um stöðu mála.
Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.