Er auðveldara að segja sig úr EES en ESB?

Ein röksemd ESB andstæðinga sem eru hlynntir EES er að það sé svo miklu auðveldar að segja sig úr EES en ESB og það réttlæti þann lýðræðishalla að við tökum upp ESB lög án þess að geta kosið um þau! (ekki spyrja um þessa lógík, hef aldrei skilið hana)

Hver hefur komist að þessari niðurstöðu og hvernig?  Er þessi niðurstaða byggð á óháðu og sjálfstæðu mati?  Hvar liggja staðreyndirnar? Getur einhver svarað þessu?

Ef mig minnir rétt þá sagði Grænland sig úr ESB en enginn hefur enn sagt sig úr EES.  Svo varla er þessi niðurstaða byggð á  raunverulegum dæmum?


mbl.is Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grænland fór úr ESB í gegn um "einnota" ferli með sérstöku samkomulagi sem tók 3 ár.

Það eru engin úrsagnarákvæði í sáttmálum Evrópusambandsins. Lögspekingar telja að eina löglega leiðin til þess að fara út einhliða sé með því að höfða mál fyrir Evrópudómstólnum á þeim forsendum að vera ríkisins í sambandinu samræmdist á einhvern hátt ekki stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með gildistöku Lissabonsáttmálans verður til langt og flókið úrsagnarferli sem margir efast um að sé framkvæmalegt í raun.

Þau lög sem við tökum upp í gegn um EES hefur ekki bein réttarfarsleg áhrif á Íslandi (eins og í ESB löndum) heldur þarf að setja þau sem lög frá Alþingi. Alþingi getur hvenær sem er kosið að hætta að innleiða EES löggjöf á Íslandi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband