Hver á að borga?

Ísland er land skulda.  Hér var haldið uppi þjóðfélagi sem lifði hátt út á sparifé útlendinga.  Eignir íslenskra auðmanna voru ekkert annað en pappírsgróði sem gufaði upp í hruninu.  Þetta var ekkert merkilegra en Nýju Föt Keisarans á 21. öld, eini munurinn var að klæðin og vefstólarnir voru veðsettir upp í topp.

Það eru engar skuldlausar eignir eftir í landinu.  Peningarnir sem Íslendingar fengu að láni enduðu upp hjá klókum erlendum fjárfestum sem hafa það að atvinnu að þefa uppi hvítvoðunga með opin tékkhefti og selja þeim rusl á yfirverði.  Og aldrei komust þessir aðilar í eins feitt og íslensku útrásavíkingana. 

Því miður, Þorveig, það er ekkert eftir á Íslandi nema skuldir, flór og fiskur.  Allir sem hafa átt eitthvað eru komnir úr landi.  Ríkiskassinn er tómur og enginn lánar Íslandi.  Hvernig verða laun og atvinnuleysisbætur borgaðar út þegar engir peningar eru til?  Niðurskurður, launalækkanir, uppsagnir og skattahækkanir eru handan við hornið.  Hvernig á Ísland að sleppa þegar Írland og Lettland sleppa ekki og eru þó í aðeins skárri stöðu?

Að stinga hausnum í sand er skammgóður vermir!  IMF mun sjá til þess.


mbl.is Fráleitt að fækka störfum núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður punktur Andri. Það er eins og fólk sé ekki enn að búið að átta sig á að Ísland eru brunarústir einar. Ekki króna til með gati. Margir tala eins og hér væru gullkistur sem stjórnvöld vilji ekki opna af einskærri mannvonsku.

Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þennan raunsæispistil Andri Geir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.5.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eitt er víst, að ekki er það Svein í Seðlabankanum sem borgar brúsann, því baukurinn hans er að verða tómur.

Kom þú, Sweinaflensa! Fækkun Íslendinga er eina lausnin, ef þetta er eins slæmt og þú útmálar það.

Hvar eru þið dönsku heiðar?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.5.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góð spurning. Engin hefur svarað henni ennþá. En á íslenska þjóðin að borga skuldir sem hún stofnaði ekki til? Borga skuldir bankana sem þó voru einkafyrirtæki? Er það ekki gróf mismunun gagnvart öðrum einkafyrirtækjum hér á landi sem annarsstaðar að njóta ekki ríkisábyrgðar? Ég veit ekki betur en EES banni allt slíkt. Ég segi NEI, við eigum ekki að borga skuldir bankana hvaða nafni sem þær nefnast. Punktur!

Arinbjörn Kúld, 2.5.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband