1.5.2009 | 09:01
Pólitísk fyrirgreiðsla
Gaman verður að fylgjast með hvaða pólitískir gæðingar eignast Securitas og Plastprent.
Einhverjar krókaleiðir fer þetta en flokksskírteinið mun verða það sem skiptir mestu máli hjá pólitísk skipuðum bönkum sem eru að eignast atvinnulíf þjóðarinnar.
Það er hagsmunamál heimilanna að bönkunum sé komið í hendur óháðra fagaðila sem geta tekið ákvarðanir á viðskiptalegum grundvelli en ekki pólitískum, þannig að fyrirtæki fari í sem bestan rekstur og þar með geti byggt upp sterkan skattstofn sem létti á einstaklingum. Svo einfalt er það mál, eða hvað?
Fons í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Danska pressan kallaði Fons ´´féflettana'', Pálma og Jóhannes, ´´rotturnar´´ í dönsku viðskiftalífi eftir 20 milljarða gjaldþrot Sterling. Í Bandaríkjunum og víðar eru svona krimmar settir bak við lás og slá og gerðir persónulega gjaldþrota en aumingjadýrkunin í skandinavíu og linkind gagnvart lögbrotum, stórum jafnt sem smáum er algjör, sérstaklega fjárglæpamönnum. Birni Bjarnasyni hefði verið nærtakara að sinna betur málum er lúta að endurskoðun laga, reglugerða og refsiákvæða fjármálaumhverfisins . Það var sérstaklega þörf á því eftir einkavinavæðingu ríkisbankanna ( einn spilltasti gjörningur stjórnvalda hérlendis fyrr og síðar) frekar en að vera helfrosinn í kaldastríðs minningum og með íslenskan her á heilanum. Eða hvers vegna sluppu olíufurstarnir (m.a. eiginmaður dómsmálaráðherra) undan refsiábyrgð í olíumálinu ?
Aðalatriðið er að féflettar og fjárglæpamenn séu dregnir til ábyrgðar hvar í flokki sem þeir standa. Pólitísk spilling hefur lengi verið landlæg farsótt á Íslandi og hverjir eignast eða munu reka þessi fyrirtæki mun eflaust verða litað af því, eða hvað annað heilbrigðara úrræði er mögulegt !
Halli (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.