29.4.2009 | 17:17
"Førtidspension"
Hugtakið "førtidspension" hefur sem betur fer ekki verið mikið þekkt á Íslandi. Þetta er hins vegar vel þekkt aðferð í nágrannalöndunum til að spara og losna við fólk.
Búast má við að þegar niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar verða kynntar mun þessi aðferð verða notuð til að ná niður sparnaði án þess að atvinnuleysistölur versni til muna.
Vanalega er byrjað á elsta atvinnuhópnum þ.e. þeim sem eru yfir 60 ára. Hvað þeim verður boðið er ómögulegt að segja en staða ríkisins er ekki beysin um þessar mundir svo best er að hafa ekki miklar væntingar.
Hár meðalaldur forstöðumanna ríkisins og fjöldi þessara stofnanna bendir til að þar megi finna sparnaðarleið.
Eina sem getur bjargað fólki í þessum stöðum er rétt kyn og flokkskírteini.
29% forstöðumanna ríkisstofnana konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.