Sigur Jóhönnu og ESB sinna

Jóhanna hefur nú umboð frá kjósendum til ESB viðræðna.  Þær viðræður þurfa að byrja strax.

Samkvæmt spám áttu S+B+O að fá 31 þingmann en fá 34 sama styrk og S+VG.  Þessu buggust menn ekki við.  Þetta eru auðvita vonbrigði fyrir VG.  Þeirra staða innan ríkisstjórnar VG og S hefur veikst til muna og fróðlegt verður að sjá hvort þeir kyngja ESB aðild á móti ráðherrastólum?  Annað eins hefur nú gerst í íslenskum stjórnmálum.  Hins vegar er Samfylkingin í óskaaðstöðu, hefur um tvo jafnsterka möguleika úr að velja.

Reynsluleysi VG í ríkisstjórn sagði til sín.  Eitt er að vera í stjórnarandstöðu annað að vera í stjórn. 


mbl.is Guðbjartur: Bjartsýnn á áframhaldandi samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt er það, þetta er sigur Jóhönnu og félagshyggjunnar. Mér finnst það hins vegar ekki vera jafnsterkur möguleiki að mynda 3ja flokka stjórn þó það þýði jafnmörg þingsæti. Ef menn eru að hugsa um 3ja flokka stjórn þá væri sterkara að mynda hana með VG og Borgarahreyfingunni, það myndi gefa 38 þingsæti eða 13 sæta meirihluta. Ég veit hins vegar ekki hvort það gengi upp en afhverju ekki?

Burkni (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er langlíklegast að S og VG myndi stjórn en meirihluti er nú fyrir ESB aðildarviðræðum á Alþingi (S+O+B) svo VG verða að gefa eftir til að halda sínum stólum.  Ein stærstu hrossakaup Íslandssögunnar eru í uppsiglingu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.4.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stjórnarskráin kemur í veg fyrir umsókn að ESB. Það verður að breyta henni fyrst áður en valdið til að taka slíka ákvörðun kemst í vald stjórnvalda. Það hlýtur því að vera verkefnið sem ESB-sinnar taka til við, enda umsókn sem slík ekki á borði komandi þings. Þingið hefur aðeins vald til að sækja um aðild að undangenginni stjórnarskrárbreytingu sem aðins er hægt að ná í gegn með þingrofi. Það er þess vegna sem þetta verður ekki vandmál við þessar stjórnarmyndunarviðræður: þetta er vandmál næstu stjórnarmyndunarviðræðna.

Héðinn Björnsson, 26.4.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband