25.4.2009 | 07:48
Atvinnurekstur á villigötum
Ef þessar tölur eru réttar að afskrifa þurfi lán 75% fyrirtækja sem eru í rekstri vekja þær upp spurningar um viðskiptakúltúr og stjórnunarhæfni Íslendinga. Það er ekki hægt að velta allri ábyrgð yfir á bankamenn og Seðlabankann þó auðvita beri þessir aðilar mesta ábyrgð.
Þeir sem eru í atvinnurekstri verða að reka sín fyrirtæki af ábyrgð og skynsemi. Fjárhagslegar áætlanir verða að vera raunhæfar og byggðar á alþjóðlegum viðurkenndum forsendum um uppbyggingu efnahagsreikninga og myndun og notkun lausafés.
Framtíðin er ekki björt. Hvernig á að endurreisa þessi fyrirtæki og fjármagna það starf? Hver eignast þau? Hver á að endurskipuleggja þau og endurþjálfa stétt íslenskar atvinnurekenda? Hver er hin raunverulega verðmætamyndun hjá þessum fyrirtækjum? Hvert stefnir atvinnuleysið á Íslandi?
Það er erfitt að ímynda sér að erlendir fjárfestar og bankamenn standi í röðum til að lána enn meiri peninga til Íslands? "Throwing good money after bad" verður viðkvæðið erlendis þegar Ísland og íslensk fyrirtæki ber á góma.
Afskrifa 75% fyrirtækjalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:10 | Facebook
Athugasemdir
Gerður Pálma, 25.4.2009 kl. 08:43
Gerður,
Það er alveg rétt að athuga verður hvert og eitt fyrirtæki út af fyrir sig. Sum fyrirtæki ráða einfaldlega ekki við 15.5% vexti en gætu spjarað sig við 5%. Öðrum er ekki hægt að bjarga og svo eru það þau sem sett voru upp í góðærinu og hafa verið haldið gangandi á lánsfé og aldrei skilað hagnaði.
Málið er á hvað forsendum á að skoða þessi fyrirtæki? Hver ákveður þessar viðmiðanir? Hvernig á að skera úr ágreiningi? Hvar finnum við hæfa sérfræðinga sem geta unnið þetta starf faglega og á óháðum grundvelli? Það er aragrúi af spurningum ósvarað, hálfu ári eftir hrun.
Andri Geir Arinbjarnarson, 25.4.2009 kl. 09:27
Hagsmunasamtök heimilanna - skrá sig núna: http://skraning.heimilin.is/
www.heimilin.is
Þórður Björn Sigurðsson, 25.4.2009 kl. 11:12
Mér sýnist Ísland vera án hagkerfis. Skuldirnar eru þvílíkar að að það er útilokað að nakarnir endurreisist nema með Steingrímur dæli inní þá nýprentuðum seðlum í tonnavís. Og til hvers leiðir það ?
Enginn vill taka undir með mér um kreppuvíxlaútgáfu almennings með milligöngu td. MP banka eða Kauphallar til þess að koma atvinnulífinu á stað.Það vantar traust milli manna. Kreppuvíxilinn er byrjun á því.
Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 07:54
nakarnir= bankarnir
Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.