Ódýrt bensín á Íslandi en rafhlöður dýrar

Ísland er komið með eitt lægsta bensínverð til neytenda í vestur Evrópu eins og ég skrifaði um hér.

Hins vegar hefur verðlag brenglast mikið á síðustu mánuðum, eins og þetta dæmi sýnir.

Um daginn þurfti ég að kaupa 9v batterí.  Ég fór á Olís bensínstöðina á Suðurlandsbraut og þar kostað eitt batterí kr. 920.  Hinum megin við götuna hjá Elko var það á kr. 299! 300% munur, gera aðrir betur.

 


mbl.is Hráolía undir 50 dölum tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðlagning á rafhlöðum hefur ALLTAF verið úti á túni, sérstaklega hér á landi sem hefur nóg af ódýrri raforku. Orkuinnihaldið í einni 9V rafhlöðu kostar ekki nema einhverja aura væri það tekið af veiturafmagni, en málmarnir sem hún er gerð úr kosta kannski nokkrar krónur í viðbót. Restin er umbúðir, flutningskostnaður og álagning kaupmanna á vöruna, sem er eins og gefur að skilja stærsti breytiþátturinn. Ef þú notar mikið af rafhlöðum þá getur borgað sig til lengri tíma að nota hleðslurafhlöður, þær eru ekki nema 2-3 sinnum dýrari en einnota og eins áður sagði kostar raforkan lítið sem þarf til að hlaða þær. Auk þess er það umhverfisvænna þar sem minna fellur þá til af þungmálmum í úrgangi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband