Kosningar og netið

Segja má að á netinu séu allir flokkar jafnir og þar komi ef til vill best í ljós hversu vel þeir koma sínum sjónarmiðum og stefnu á framfæri. 

Ef litið er á bloggið hér á mbl.is og eyjan.is er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að x-O hafi náð best til bloggara.  Frambjóðendur og sérstaklega stuðningsmenn x-O eru mjög vel með á nótunum og senda góðar athugasemdir á blogg og halda umræðunni málefnalegri.

Fjórflokkarnir eru yfirleitt fastir í sínum trúarbrögðum og því miður eru nokkuð margir bloggarar sem eru svo trúaðir að öll gagnrýni á þeirra flokk er afgreidd sem "trúvilla".  Þetta höfðar ef til vill vel til þeirra sem alltaf kjósa þennan flokk en óháðir hlaupa burt og á aðrar vefsíður og þá í fang flokks eins og x-O. 

Athyglisvert verður að fylgjast með hvað kemur upp út kjörkössunum.  Gömlu flokkarnir verða að læra að nota netið betur og halda sínum  trúboðum á "réttri línu".

 


mbl.is Ánægð með að geta haft áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

X O á laugardaginn.

Kolla (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:56

2 identicon

Sæll Andri Geir.

Ég hef einmitt verið að hugsa þetta líka og held að Borgarahreyfingin eigi eftir að koma verulega á óvart á kosninganótt.  Þótt ég fylgist með þessu úr fjarlægð frá útlöndum þá langar mig samt að benda á eitt.  Borgarahreyfingin virðist vera byrjuð að pissa í skóinn í sinn á blogginu.  Það er ekki hægt að lesa neitt lengur án þess að það fylgi með athugasemd þar sem textinn er "x o á laugardaginn".  Ég er tölvufræðingur og það virðist eins og þau skilji ekki að þolinmæðin á netinu fyrir svona er alls engin.

Örn (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband