Seðlabanki Evrópu stýrir gengi krónunnar?

Seðlabanki Evrópu á 85 ma ríkistryggð skuldabréf sem bera háa vexti sem bankinn getur skipt yfir í evrur að vild vegna samnings IMF við íslensk stjórnvöld. 

Þetta er svo gríðarleg upphæð að það er leikur einn fyrir Seðlabanka Evrópu að stýra gengi íslensku krónunnar að vild. 

Hvort halda menn að auðveldara verði að semja um þessi bréf ef Ísland er í ESB eða utan?

Ég er alveg gáttaður að andstæðingar ESB aðilar hafi ekki notað þessa staðreynd til að telja fólki trú um að Seðlabanki Evrópu sé að "veikja" krónuna fyrir kosningar í "pólitískum" tilgangi.  Bjarni Ben og Steingrímur J.  þurfa greinilega að stinga nefjum saman og athuga þetta betur!


mbl.is Situr uppi með íslensk skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þú ert fullur af þrælslund elsku vinur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Á semsagt að selja okkur inn í ESB. Það er það sem þú ert óbeint að segja.

Seðlabankinn er ekki góður vinur okkar og ekki svarinn óvinur en hann er að hugsa um hámörkun á ávöxtun. Það sem hann gerir er að hann dregur kraft úr Íslensu hagkerfi í gegnum vexti.

Ég sé ekki neina ástæðu til að halda það að við ættum að fá betri samninga inni í ESB enda væri það kúgun stærra bandalags við minna ríki.

Þú hljómar svoldið eins og INgibjörg sem vildi taka allar skuldir á okkur til þess að styggja ekki vini okkar í evrópu.

Mér finnst afstaða Evrópusinna oft á tíðum varhugarverð og mundi ég þiggja þitt innsægi í þessi má vegna þess að ég skil ekki málflutning ykkar oft á tíðum

Vilhjálmur Árnason, 23.4.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Vilhjálmur,

Því miður erum við í skuldafangelsi rekið af stærsta handrukkara í heimi, IMF.

Ég held að við getum sloppið fyrr úr þeirri ánauð og fengið aukið frelsi með því að ganga í samband sjálfstæðra ríkja en að vona að þetta reddist og setja allt okkar traust á þennan handrukkara.

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það sem Evrópusinnar vilja ekki sjá eða trúa er að IMF og ECB vinna að sama markmiði. Koma okkur undir þeirra fjárvald.

Og Jón frímann verðbólga verður til vegna of mikkilla útlána eða peningaprentunnar að mestu leiti og hefur litið sem ekkert að gera með krónuna sjálfa.

En mig langar að halda umræðunni á vitrænum nótum og rökrænum.

Enginn vill einangra landið og það mun ekki gerast. Þó að við förum ekki í ESB. Og semjum vel við alla kröfuhafa.

Þú getur hrópað það eins hátt og þú vilt. En við verðum að losna við verðbólgu til að komast inní ESB það ætti að vera okkar sameiginlega markmið öllum til hagsbóta að losna við verðbólgu.

Og ég veit að Íslensku bankarnir eru stærsta ástæðan fyrir þessu öllu með hjálp erlendra banka sem er alveg sama um okkar hagkerfi.

Carry trade viðskipti og óvönduðum útlánum . Gengistryggðum lánum og krónubréfum.

Vilhjálmur Árnason, 23.4.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Kristján Torfi Einarsson

Athyglisvert,

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort efnhagsstefna sem hér er nú rekin sé ekki í raun efnahagsstefna ESB. Þá má ekki gleyma því að Evrópuríkin hafa sem stendur (mun breytast fljótlega) töglin og höldin í AGS. Ef þú ert ósáttur við núverandi stefnu hér á landi þá ertu ósáttur við stefnu ESB.   

Kristján Torfi Einarsson, 23.4.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kristján,

Takk fyrir innlitið.  Það er margt sem þú segir alveg rétt og auðvita væri best ef við gætum hagað okkur eins og Obama og USA, en það getum við ekki.  Við erum örríki en ekki stórveldi.  Við höfum ekki "reserve currency" heldur ónýta krónu sem enginn vill. Auðvita eru IMF og ESB tengd, ESB lönd hafa mikil völd þar en samt er mikill munur að vera í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Ef við sendum IMF í burt og segjum pass við ESB verðum við að sníða stakk eftir vexti og lifa af útflutningstekjum.  Auðvita getum við hlaupið frá okkar lánum en hvað gerum við ef ESB setur þá á "Icesave" tolla á okkur?  Lífkjör og velferðakerfið fer aftur um 60 ár.  Mun fólk sætta sig við þetta eða flýja land?  Írland og Lettland eru í miklum vanda en ekki falla í þá gryfju að hér þurfi ekki á "budget from hell" að halda aðeins af því Írar voru á undan með það.  Eins og breskur hagfræðingur sagði:  Í þessari kreppu skiptir stærð máli, því stærri sem hagkerfin eru því betur geta þau staði af sér þetta áhlaup.  Lítil ríki eins og Írland og Lettland eru ekki eins heppin.  Ísland er minna en bæði þessi lönd svo ekki er von á góðu.  Krónan er engin lausn, Írar mundu varla skipta á evru á móti krónu með 15.5% vexti, verðtryggingu og höftum!  Það er engin töfralausn á þessu. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 20:45

6 Smámynd: Kristján Torfi Einarsson

Takk fyrir svarið, það er alltaf mjög fræðandi að kíkja hingað á síðuna þína. 

"Auðvita getum við hlaupið frá okkar lánum. . ." segir þú. Eru þetta okkar skuldir? Nei, þetta eru fyrst og fremst skuldir sem íslenskir einkabankar fengu lánað erlendis til þess að kaupa eignir erlendis. Ríkið var fyrir hrun gott sem skuldlaust og skuldir heimilanna voru viðráðanlegar (allavega í samanburði við Bretland og BNA).

Ef ESB lokar á okkur af því að við getum ekki staðið undir Icesave-skuldunum eða vegna þess að Sambandið vill ekki leyfa okkur að nota evru sem lögeyrir, þá staðfestir það einfaldlega óttan um að ESB reki grímulausa heimsvaldarstefnu. Vilt þú tilheyra svoleiðis apparati? Erum við ekki allir talsmenn frjálsra viðskipta og opinna hagkerfa? Viljum við refsa almenningi þjóða af því að okkur hugnast ekki stjórnvöld þeirra?

Innkot: Hér er tillaga að Icesave-lausn: bæði FME og FSA klúðruðu málunum á stjarnfræðilega vísu. Báðar þjóðirnar eru sekar. Væri ekki réttlátast ef ríkin borguðu í samræmi við fólksfjölda eða VLF. 300 þúsund á móti 80 milljónum - það væru byrðar sem við réðum við.

Þá efast ég um þetta með stærðina. Allir seðlbankar geta gripið til peningaprentunar (eða "quantitative easing" eins og það er kallað í dag). Þetta er hvorki flóknari né óskilvirkari aðgerð í Bretlandi en í BNA þótt hagkerfið breska sé margfalt minni en það bandaríska. Við, eins og heimurinn allur, erum stödd í skuldakreppu. Það eru ekki margar leiðir útúr svoleiðis klípu. Annað hvort ferðu Liquidation/verðhjöðnunar leiðina eins og gert var í Kreppunni miklu og skuldirnar brenna á báli gjaldþrota. Hins vegar er hægt að fara verðbólguleiðina, dæla peningum inn í hagkerfið og halda eftirspurninni upp á meðan samdrátturinn gengur yfir. 

Reyndar eru seðlabankar ákveðin "töfratæki". Það voru töfrar seðlbanka sem gerðu þessa skuldasöfnun mögulega og að sama skapi getum við beitt töfrasprotanum til þess að eyða skuldum. 

Auðvita verður að afnema verðtrygginguna áður en þessi leið er farin, en sagan segir að verðbólguleiðin er mun sársaukaminni en gjaldþrotaleiðin. Þetta kemur náttúrulega ekki í veg fyrir samdrátt og niðurskurð á öllum sviðum samfélagsins en þetta er miklu fljótlegri leið (hugsaðu þér lögfræðiþvælunu sem fylgir gjaldþrotaleiðinni). Þar að auki þess værum við samhliða að styrkja innlenda framleiðslu og auka samkeppnishæfni okkar, sem gefur von um að við getum risið úr öskutónni. Núverandi leið er bara kvalarfullur dauðdagi með engri von um upprisu.   

Ég held að flestir hagfræðingar innan ECB vilji miklu frekar fara verðbólguleiðina. Bankanum og Sambandinu skortir hins vegar tæki (eins skuldabréfamarkað og fjármálaráðuneyti) til þess að takast á við vandann. Þá auðvelda milliríkjadeildur innan ESB (milli Þjóðverja og allra hinna) ekki bankanum að inna hlutverk sitt af hendi. 

Þvert á áhyggjur þínar yfir smæð okkar held ég að smæðin sé styrkur í þeim erfiðleikum sem framundan eru. Hér er miklu meiri möguleiki á að skapa samstöðu um niðurfellingu skulda eða verðbólguskot (sem ekki leiðir til víxlverkunar launa og verðlags). 

Til lengri tíma er krónan engin lausn. Til lengri tíma veit enginn hvernig peningamál og þjóðhagslegtumhverfi heimsins mun líta út (sbr. hugmyndina um SDR-gjaldmiðilinn). Frammi fyrir slíkri óvissu eigum við að byggja upp fjölmyntasamfélag og gefa markaðinum, fyrirtækjum og almenningi, tækifæri á að aðlagast þeim breytingum sem framundan eru.   

Kristján Torfi Einarsson, 23.4.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband