22.4.2009 | 06:18
Hreinsun Sjálfstæðismanna greinilega ekki nóg!
Þríeykið, Þorgerður, Illugi og Guðlaugur sem öll stóðu vaktina fyrir og eftir hrun eru greinilega ekki vinsæl hjá kjósendum eigin flokks. Mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins verður fórnað til að þríeykið haldi sínum valdastöðum innan flokksins.
Á hinn bóginn lítur út fyrir að nokkrir nýir þingmenn Borgarahreyfingarinnar eigi fylgi sitt að þakka ónógum hreinsunum innan Sjálfstæðisflokksins.
Svo verður athyglisvert að sjá hversu margar útstrikanir þríeykið fær á laugardaginn.
Margir ætla að skila auðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef ég væri ekki staðráðinn í að skila auðu.... ég þyrfti yddara með mér í kjörklefann.
Heimir Tómasson, 22.4.2009 kl. 06:34
Já, það er með ólíkindum og bara sjúklegt að þau 3 skuli hafi komist þangað sem þau eru nú. Og já, jafnvel Sjálfstæðismenn eru vonsviknir:
http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/840931/
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/851708/
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/852711
EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.