Einn alvarlegasti vandi sem steðjar að þjóðinni er skortur á óháðum, öruggum og tímanlegum upplýsingum. Án ábyggilegra upplýsinga verður ekki tryggt að stjórnvöld taki réttar ákvarðanir.
Stjórnmálamenn vaða reyk þegar kemur að ríkisfjármálum. Sú staða sem komin er upp að ekki er hægt að reikna út hvað t.d. 2% eignaskattur, eða 5% hátekjuskattur gæfi mikið í ríkiskassann er fáránleg. Ekki mundu kjósendur í nágrannaríkjunum okkar sætta sig við svona vinnubrögð.
Nei, ég get ekki munað eftir annarri eins upplýsingakrísu síðan á tímum Sovét. Allar haldbærar upplýsingar koma aðallega frá erlendum stofnunum eða sérfræðingum.
Þær litlu upplýsingar sem til eru á Íslandi er pólitískt stjórnað. Blaðamenn og almenningur hafa ekki aðgang að óháðri og sjálfstæðri stofnun sem getur afla og miðlað nauðsynlegum upplýsingum um hagstærðir þjóðarbúsins.
Samþykkt að fækka ráðuneytum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mín tilgáta er sú að menn hafa haldið þessum upplýsingum vísvitandi frá almenningi og fjölmiðlum.
Ráðherrar og ráðuneytin geta þá stjórnað því hvaða upplýsingar eru birtar og hverjar ekki. Jafnvel er hægt að falsa tölur til að fegra stöðu mála. Það óttast ég að hafi því miður verið gert.
Hvernig gátu menn t.d. komist að þeirri niðurstöðu fyrir síðustu kosningar að við værum ríkasta þjóð í heimi?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.