Pólitískur Seðlabanki?

Hvers vegna er Seðlabankinn farinn að verja krónuna núna rúmri viku fyrir kosningar en gerði það ekki síðastliðinn mánuð?

Hvers konar hentistefna er þetta?  Varla eykur þetta trú á sjálfstæði bankans.  Þvert á móti. 

Tekur norski gæslumaðurinn nú við skipunum frá Fjármálaráðuneytinu?

Það er búið að vera aðalmarkmið stjórnvalda, Seðlabankans og IMF að koma á stöðueika á gjaldmiðilinn og lyfta höftum.  En það öfuga gerist, gengið lækkar og höftin aukast.

Hvað er að gerast hér?  Það eina sem heyrist frá stjórnvöldum er sama gamla tuggan samanber Jón Sigurðsson í dag þar sem hann segir:

"Forgangsverkefni í þeirri endurreisn séu þrjú: stöðugleiki krónunnar, lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta. Sagði Jón trúverðugleika Seðlabankans þegar hafa verið aukinn og upphaf þessa starfs, m.a. vegna reglubreytinga, lofa góðu."

Er verið að tala hér um Ísland? 

 


mbl.is Seðlabankinn ver gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband