16.4.2009 | 08:13
Dramb er falli næst
Þegar stjórnmálamenn byrja að kenna fjölmiðlum um þeirra ófarir er hætta á ferðum.
Þá eiga viðvörunarbjöllur að hringja hjá kjósendum.
Guðlaugur og Illugi fá sín svör frá Reykvíkingum eftir rúma viku.
Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það liggur við að maður kjósi D, þó ekki nema til þess að geta strikað þá svo út...
Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2009 kl. 10:01
Það er vel skiljanlegt að fólk sem er hrætt við skattahækkanir kjósi D.
Þannig sigraði John Major einmitt naumlega Verkamannaflokkinn í Bretlandi fyrir um 15 árum. Hann þótti spilltur foringi en hafði það samt, aðeins vegna skattastefnu flokksins.
Skattar skipta máli í kjörklefanum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 11:07
Nei það er með öllu óskiljanlegt, ekki hafa mínir skattar lækkað nokkurn skapaðan hlut í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Það eru helst þeir efnameiri sem hafa notið góðs af skattastefnu FLokksins. Fyrir utan það þá er það bara kaldur veruleiki að nú þarf að hækka skatta, eða hvaðan á annars að fá það skattfé sem áður kom frá bönkunum þremur? Allt tal um annað er bara blekkingaleikur eins og venjulega.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2009 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.