Því miður á atvinnuleysi og samdráttur eftir að versna stórlega. Katrín menntamálaráðherra gaf tóninn í gær um hvað væri í væntum: hærri skattar og lægri laun, ofan á veikari krónu, verðbólgu og niðurskurð.
Það lág alltaf fyrir að skattar yrðu hækkaðir og hert á niðurskurði eftir kosningar. Í raun er allt í biðstöðu vegna þessara kosninga sem koma á versta tíma.
AGS hefur gefið stjórnvöldum smá gálgafrest svo þeir geti fegrað stöðuna svona rétt fyrir kosningar en allt stefnir í að neyðarlög verði sett snemma í maí að kröfu AGS til að taka á ríkishallanum.
Þetta er auðvita þveröfugt við það sem þarf að gera í kreppu. Ríkið á að auka umsvif sín og bíða með allar skattahækkanir þar til efnahagurinn réttir úr kútnum. Þetta er stefna flestra stærri ríkja svo sem Bandaríkjanna eins og Obama tilkynnti í ræðu til þjóðar sinnar í gær.
Halli á ríkisfjárlögum í Bandaríkjunum er svipaður og á Íslandi um 13% munurinn er að erlendir fjárfestar (Kína) eru enn tilbúnir að fjármagna hallann hjá Bandaríkjamönnum en ekki Íslendingum. Við erum því komin upp á náð og miskunn AGS.
Þetta hefði nú hér áður fyrr verið kallað að segja sig á sveit. Og þegar maður er kominn á sveit er ekki margir möguleikar í stöðunni. Húsbóndinn (AGS) ræður og sveitalingar hlýða.
Mikilvægi þessara kosninga er stórlega ýkt. Munurinn snýst eingöngu um nokkur útfærsluatriði á aðhaldsaðgerðum og innbyrðis skatta tilfærslum. Líklega er helsti munurinn 2% eignaskattur eða ekki.
Atvinnuleysi mælist 8,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er einn skattur sem mér finnst eðlilegur núna og það er hátekjuskattur. Og það er satt sem þú sagðir í bloggi Jóns M. að VG sé eini flokkurinn sem þorir að tala um aðhald í ríkisfjármálum. Kannski viltu lesa þetta:
http://svanurmd.blog.is/blog/svanurmd/entry/853596/
EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:00
Ég held að þetta sé umorðun á enska hugtakinu: I don't have a clue! Það er eðlilegt að menn viti ekki hvað á að gera, þegar engin greiningarvinna hefur átt sér stað.
Mér finnst það stærsta hneykslið í þessu öllu að hér hafi ekki verið starfandi aðgerðahópar um afmörkuð málefni strax og ljóst var hve alvarlegt ástandið var. Ég stakk upp á eftirfarandi hópum í færslu hér 6. nóvember (sjá Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum) og svo aftur 24. nóvember (sjá Aðgerðaráætlun fyrir Ísland):
Mér finnst alveg með ólíkindum að aðeins Velfarðarvaktinni hafi verið komið á. Einnig hef ég ítrekað hvatt til þess að menn einsettu sér að verja störfin í landinu (sjá Að halda uppi atvinnu skiptir sköpum og Hvar setjum við varnarlínuna?).
Það sem ég furða mig samt mest á er: HVAR ER VERKLÝÐSFORYSTAN? HVAR ERU SAMTÖK ATVINNULÍFSINS?
Marinó G. Njálsson, 15.4.2009 kl. 17:07
Svona eitt í viðbót. Síðasta ríkisstjórn var að því virtist single tasking. Þessi byrjaði sem multitasking, en svo varð breyting á um miðjan febrúar og skipta var yfir í single tasking. Spurning hvort þetta séu áhrif frá AGS?
Marinó G. Njálsson, 15.4.2009 kl. 17:09
Já, IMF virðist vera að stýra ýmsu, líka stýrivöxtum. Það er ógnvekjandi.
EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:54
Hátekjuskattur er á dagskrá alls staðar. Írar hafa sett hann á, Bretar og Bandaríkjamenn munu fylgja. Allir geta verið sammála að þeir sem hafa meiri tekjur eiga að borga meira í skatta.
Allt annað mál er með ekkjuna sem situr í óskiptu búi í allt of stóru skuldlausu húsi. Hvað gerði hún rangt? Af hverju á að ráðast á hana með eignaskatti sem hún getur ekki borgað?
Marinó, Takk fyrir gott innlegg.
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.4.2009 kl. 18:52
Hver er vandi ríkissjóðs ef við rekum AGS úr landi og segjum öllum að við séum gjaldþrota og getum ekki borgað, hvorki jöklabréf, Icewsave eða annað ?
Getum við gert vöruskiptasamninga ? Getum við fengið gjaldeyrislán hjá Obama ? Hvar er Coldwater og þorskblokkin ?. Það er nógur þorskur, það þarf bara að veiða hann.
Halldór Jónsson, 15.4.2009 kl. 20:30
http://www.icelandicfury.se/video.php myndband
http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:12
Ef við borgum ekki Icesave mun ESB með Breta og Hollendinga í fararbroddi bara setja "Icesave" tolla á okkar sjávarvörur. Engin mundi fjármagna fjárlagahallann svo til skömmtunar myndi koma eins og á stríðsárunum. Allur innflutningur myndi stöðvast nema matur, lyf og lækningarvörur. Lífskjör myndu hrynja á einu ári aftur um 60 ár. Landflótti yrði eins og á 19. öld.
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.4.2009 kl. 21:13
Enn ein góð grein frá þér Andri.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.