En hvað með aldraða?

Staða aldraðra fær ekki mikla athygli fyrir þessar kosningar.  Í nýrri skýrslu stjórnvalda "Velferðavaktin" eru margar góðar tillögur en þær snúa nær allar að börnum og fólki undir 25 ára.  Ekki er eina tillögu að finna sem snýr að öldruðum.  Hvers vegna?

Í staðin fyrir að hlúa að öldruðum í okkar samfélagi í þessari kreppu er byrjað að skera niður þjónustu og tekjur þessa samfélagshóps.  Frádráttur fjármagnstekna og lokanir á Landakoti eru nýjustu dæmin.

Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að gera fyrir þetta fólk.  Hvað er á stefnuskránni fyrir eldri borgara annað en innihaldslausar klisjur?

Þetta fólk hefur alltaf borgað sína skatta og lagt fyrri.  Það hefur sýnt ráðdeild og sparað og borgað sínar skuldir.  Í raun rekur þessi hópur eina starfhæfa banka landsins "Banki mömmu og pabba" sem hefur bjargað fleiri fjölskyldum landsins en aðgerðir stjórnvalda.

Og hvað ætlar svo félagshyggjuflokkarnir að gera eftir kosningar? Jú, setja eignarskatt á þetta fólk sem mun endanlega setja marga í greiðsluerfiðleika við ríkið.

Er þetta virkilega það sem kynslóð foreldra okkar á skilið?


mbl.is Velferðarmál í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband