10.4.2009 | 15:12
Njóta aðgerðarleysis og vanhæfni
Ætli það láti ekki nærri að Dagur baði sig í ljósi aðgerðarleysi stjórnvalda og vanhæfni hinna flokkanna heldur en framtakssemi síns eigin flokks.
Sú staðreynd að núverandi stjórn skuli varla minnast á ríkisfjármálin í því ástandi sem nú ríkir ber vott um annað hvort vanhæfni eða pólitíska hentisemi.
Hið ítarlega aukafjárlagafrumvarp írsku ríkisstjórnarinnar fyrr í þessari viku sýnir betur en flest annað hið algjöra tómarúm og afskiptaleysi sem ríkir hjá öllum íslenskum stjórnmálaflokkum í þessum mikilvæga málaflokki.
Svo virðist vera að flokkarnir hafi gefist upp og afhent AGS stjórnvöldin í fjármálaráðuneytinu. Eða hvað?
Ætli jafn ítarlegt niðurskurðar og skattahækkana frumvarp og írsk stjórnvöld hafa birt liggi niðri í skúffu hjá fjármálaráðherra? Það sé hins vegar svo pólitísk eldfimt að ekki megi einu sinni minnast á það hvað þá ræða það.
Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.