Láglaunalandið Ísland

Framtíðarsýn Steingríms J. í atvinnumálum þjóðarinnar er ekki uppörvandi.  Aðaláherslan er lögð á framleiðslugreinar sem byggja á lágum launum.  Samkeppnisstaða landsins hefur auðvita batnað vegna hruns á launum hjá faglærðu og ófaglærðu verkafólki.  Ekki uppörvandi tal hjá helsta talsmanni verkafólks.

Hvað á svo að gera við allt þetta háskólamenntaða fólk sem er verið að útunga í massavís hér á landi í öllum þeim aragrúa af "háskólum" sem hér finnast?  Hvar á þetta fólk að fá vinnu við sitt hæfi?  Því miður er nú hætta á að við endum uppi eins og Frakkar og Ítalir með heila kynslóð af "annars" flokks háskólamenntuðu fólki sem aldrei mun fá vinnu við sitt fag.  Í Frakklandi vinna tugir þúsunda háskólamenntaðir einstaklingar í almennum þjónustu og verkamanna störfum.  Ekkert rangt við það en það kostar mikið fjármagn að mennta fólk sem síðan vinnur ekki við sitt fag.

Nei, því miður er stefna stjórnvalda og í raun allra flokka í atvinnu og menntamálum þjóðarinnar í einni allsherjar ringulreið.  Þar eru stjórnmálamenn að leika sér með framtíð heillar kynslóðar á óábyrgan hátt til þess eins að ota sínum pólitíska tota.  Eigin ráðherrastóll er það eina sem í raun skiptir máli, allt annað eru aukaatriði, þó auðvita þurfi að láta hlutina líta öðruvísi út í augum kjósenda, og þar og aðeins þar valda íslenski stjórnmálmenn ekki vonbrigðum.


mbl.is Störf verða ekki til á skrifstofum stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband