Er þingræði á Íslandi?

Þessi skýrsla fjárlaganefndar breska þingsins er um margt athyglisverð.  Eitt það athyglisverðasta við hana er þó að sitjandi fjármálaráðherra er harðlega gagnrýndur af þingmönnum síns eign flokks, verkamannaflokksins. 

Hin faglegu og óháðu vinnubrögð nefndarinnar sem byggja á staðreyndum og sjálfstæðri greiningu er í hróplegri andstæðu við hin klúðurslegu og pólitísku yfirklór sem einkenna störf Alþingis.

Það er óhugsandi að meirihluti Alþingismanna sama í hvað flokki þeir tilheyra mundi undir nokkrum kringumstæðum gagnrýna fjármálaráðherra síns eigin flokks. 

Nei, íslenskir þingmenn haga sér eins og trúboðar á Alþingi en ekki eins og sjálfstætt hugsandi fulltrúar kjósenda.  Þessar kosningar munum engu breyt um þetta.  Sorglegt en satt.


mbl.is Hryðjuverkalög of harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála. Íslenskum þingmönnum er það framandi ástand að huga sjálfstætt. Hjarðhegðan og -hugsun er ráðandi enda hefur sjálfstæð hugsun og gagnrýnin verið tabú innan flokkana. Dapurt.

Arinbjörn Kúld, 4.4.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stofnanamenningin á Alþingi dregur úr lýðræðinu. Þrælslund þingmanna við ráðherra er eins og sýnt sig hefur hættuleg þjóðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.4.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband