31.3.2009 | 22:17
Óskabarni þjóðarinnar blæðir út
Hver er að fjármagna þetta hrikalega tap Eimskips upp á 6.5ma kr. allt síðan bankarnir hrundu? Eiginfjárstaða er nú neikvæð um 28.5ma kr.
Tap Eimskips á einum ársfjórðungi nær hátt í nýlega kynntan sparnað í heilbrigðiskerfinu. Ef fram heldur þá mun tap Eimskips frá nóvember til apríl slaga hátt í kostnað við að ljúka tónlistarhúsinu.
Tap á fyrstu tveimur mánuðum ársins er álíka og háskattur myndi gefa í þjóðarbúið á heilu ári.
Hvað er að gerast hér. Getur einhver svarað því?
Áframhaldandi tap hjá Eimskip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Athugasemdir
Það sem er að gerast er í raun tiltölulega einfalt.
Eimskip er að undirbjóða "markaðinn".
Þess fyrir utan að þeir ná ekki að fjármagna sig að fullu.
Við (þar sem ríkið er í raun með rekstur Eimskips í gegnum Landsbankann) erum að kosta það að sem höfuðlaus herinn hjá Eimskip er að gera frá degi til dags.
Það kostar "X" að reka fyrirtækið og lánalínur þess. "Y" kemur í kassann. Munurinn 6,5ma kr,-
Það er þekkt staðreynd að fyrirtækið er í raun gjaldþrota en samt leyfir Samkeppniseftirlitið það að Eimskip bjóði verð sem eru LANGT undir kostnaðarverði. LAAAAANGT.
Með almennings-hagsmuna-sjónarmiði eru sjálfsagt einhverjir sem réttlæta það fyrir sjálfum sér, með því að þetta sé til hags fyrir almenning.
Það er það bara ekki í raun.
Það verður ekki mikill hagur í því ef að fyrirtækið er svo stöðvað einn góðann veðurdag og ÖLL vara sem er þá í beinunum er kyrrsett þar sem hún er (haldsréttur).
Þann dag munu MÖRG fyrirtæki fara í raun á hausinn á nokkrum klukkutímum.
Hvað er hinn almenni skattborgari til í að borga með í flutningum fyrirtækjanna sem flytja með Eimskip?
Óskar (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.