Hvaða stefnumál ríma saman? Ekki ESB!

ESB aðild þýðir minni niðurskurð, minni skattahækkanir, lægri vaxtakostnað, afnám verðtryggingar og auðveldari aðgang að fjármagni til að skapa ný störf.

Samt segja allir flokkar nema Samfylkingin að ESB sé ekki aðalkosningamálið.  Stefna flestra flokka er lítið meir en almenn viljayfirlýsing sem í mörgum tilfellum hefur ekki unnist tími til að ljúka.  Þegar kemur að ríkisfjármálum eru kjósendur beðnir um að skrifa undir óútfylltan tékka.  ESB er sú sprengja sem á eftir að springa fyrr en seinna. 

Hvenær ætlar fólk að fara að vakan upp og gera sér grein fyrir því að ríkið getur ekki eytt kr. 600ma á ári ef það aflar aðeins um kr. 400ma. 

ESB aðild er lykillinn í að brúa þetta bil með sem sársaukaminnstu aðgerðum fyrir kjósendur. 


mbl.is Stefnumál stjórnarflokka ríma saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband