30.3.2009 | 00:51
"Detox" kynslóð Bjarna
"Ný kynslóð" samanstendur af:
Þorgerði Katrínu, Illuga, Kjartani, Guðlaugi Þór osfrv.
Það er merkilegt hvað prófkjör geta gert. Þau eru algjör detox og endurnýjun.
Ég bara vona að óháðir kjósendur og aðrir kjósendur sem ekki eru í áskrift hjá x-D séu hinum nýja formanni sammála.
Annars skiptir það ekki miklu máli. D lista fólk sem kýs B eða S lista er í bestu málum þar sem það veikir Vg í áframhaldandi stjórn.
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert varla sendibréfsfær á íslensku (allt fullt í bloggi þínu af málvillum og rökleysum) og talar samt af ótrúlegum hroka um peningamál. Ég var gistifræðimaður í Stanford-háskóla fyrr á árum (eftir að ég hafði verið í Oxford-háskóla). Hvað hefur komið fyrir á þessum góðu stöðum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 01:41
ha flugdrekinn mættur
ninni (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 01:58
Lærir maður sendibréfsfærni á íslensku í Stanford-háskóla?
Skrítið þetta með rökleysurnar. Held satt að segja að þær komi fyrir hjá ágætlega sendibréfsfærum mönnum. Einatt hjá þeim sem grilla á kvöldin.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.3.2009 kl. 05:45
Hannes,
Takk fyrir innlitið, öllum er frjálst að lesa bloggið mitt. Markmiðið er að ná til fólks og ég held bara að það gangi allsæmilega eftir rúman mánuð í bloggheimum. Hafðu engar áhyggjur af Stanford, sá góði skóli stendur fyrir sínu.
Að lokum væri gott að fá álit þitt á eftirfarandi tilgátu:
"x-D atkvæði munu styrkja VG í næstu ríkisstjórn"
Andri Geir Arinbjarnarson, 30.3.2009 kl. 08:31
Réttritunarfærni Hannesar sést best á því að honum þótt best henta "copy/paste" aðferðin við þá bókarritun sína er fræg varð að endemum.
Hvað varðar kunnáttu hans í hagfræði kæmi honum best að drífa sig í endurmenntun á því sviði, Stanford, Oxford eða bara hvaða -ford sem er. Allt hlýtur að vera betra en núverandi kunnátta hans. Það færi best á því að þessi yfirrugludallur ofurfrjálshyggjunnar yrði settur í fjölmiðlabann fram yfir kosningar þannig að hann spilli ekki meira fyrir Sjálfstæðisflokknum ern orðið er.
Svo má hann bulla og sprikla að vild. Ekki veit ég um neinn sem tekur í alvöru mark á honum.
sleggjan (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:53
Hannes Hólmstein er að tala um málfarsvillur hjá öðrum, maðurinn sjálfur sem kann ekki einu sinni á gæsalappir.
Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.