Að hlaupa frá vandanum

Hér kemur enn ein furðuleg yfirlýsing frá viðskiptaráðherra. 

Nú virðist það orðið dyggð að hlaupa frá vandamálum og skuldum.  Fyrir vikið munum við enda með "heilbrigðari ríkissjóð" 

Hvers konar skilaboð eru þetta til almennings sem stendur í skuldaerfiðleikum eða til erlendra ríkja sem hafa lánað okkur að ekki sé talað um erlenda kröfuhafa. 

Þetta getur aðeins þýtt eitt: heimili og fyrirtæki sem eiga við of mikla fjárhagserfiðleika til að geta leyst þá hljóta að gera eins og ríkið, reyna ekki að leysa þá og þar með enda upp með heilbrigðari skuldastöðu. 

Hér er lausnin komin fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Ríkið gefur tóninn.  Þetta getur aðeins endað á tvo vegu: þjóðargjaldþrot eða eignarupptaka hjá öllum sem hafa hagað sér skynsamlega. 

Landflótti og stöðnun mun fylgja.  

 


mbl.is Munum geta fjármagnað eftirlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Lastu ekki greinina? Foringi þinn, DO, sagðist heldur ekki telja að þjoðin ætti að greiða skuldir oreiðumanna, les utrasarvikinga. (Afsakaðu kommuleysið) Þjoðin a ekki og getur ekki greitt upp risaskuldir, sem menn hafa stofnað til sjalfir i misheppnuðum og jafnvel glæpsamlegum viðskiptaævintyrum.

Jón Kristjánsson, 28.3.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón,

Hvaða grein? Ég hef engan foringja.  Ég gagnrýni allt og alla sem mér finnst ekki standa sig.  Mistök Davíðs sem eru mun meiri en Gylfa gera samt Gylfa ekki hafin yfir gagnrýni.  Halda ber upp málefnalegri gagnrýni sérstaklega á þá sem eru við völd í sama hvaða flokki þeir eru.  Davíð er fortíðarvandi en ekki framtíðarlaus og því er ekki þess virði að eyða miklum tíma í hann.

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.3.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband