28.3.2009 | 16:04
...og aðeins Jóhanna getur stoppað hann!
Skattmann og hirðmær hans verða ekki stoppuð nema með því að kjósa Samfylkinguna. Þetta er rökrétt afleiðing þeirrar stöðu sem komin er upp í íslenskum stjórnmálum. Eins og ég skrifaði í bloggi hér áðan þá stendur val kjósenda um innbyrðis valdahlutföll Vg og S í áframhaldandi ríkisstjórn.
Þeir Sjálfstæðismenn sem vilja stoppa Skattmann eiga ekki betri möguleika en að kjósa S, nema að þeir lifi í þeirri veiku vona að S og D getið myndað stjórn. Líkurnar á því eru varla meir ein 1:100 svo það er áhætta fólgin í því að setja krossinn við D sem óbeint styrkir Skattmann.
Fyrir þá D og B kjósendur sem vilja hefja EB viðræður og stoppa Skattmann er valið einfalt: x-S
Það bendir flest til að yfirlýsing Steingríms um Sjálfstæðisflokkinn og Lilju um 2% eignarskatt eigi eftir að verða afdrifarík fyrir VG.
Skattmann er mættur aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.