26.3.2009 | 22:27
Man skal høre meget før ørene falder af...
Guðmundur segir:
...það hafi verið nauðsynlegt fyrir SPRON að hlutafjárvæðast, og stækka þar með, til þess að sinna betur þörfum samfélagsins.
Hvað á Guðmundur við með þessari setningu?
Hver var þessi þörf samfélagsins? Ekki hluthafa, ekki starfsmanna, ekki skattgreiðenda, ekki lánadrottna. Hvaða hóp innan samfélagsins þurfti að sinna? Hvað fékk þessi hópur í sína hönd?
Þetta er einhver sú furðulegasta og undarlegasta yfirlýsing sem sést hefur hér á landi of víðar í seinni tíð.
Það er ekki skrýtið að SPRON hafi fallið ef þetta voru viðhorfin?
Guðmundur Hauksson: Hlutafjárvæðing ekki mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Athugasemdir
Bara verið að hafa fé af almennum fjárfestum með því að setja þetta drasl á markað. Þetta eru ótýndir glæpamenn.
Guðmundur Pétursson, 26.3.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.