Reynsluleysið farið að segja til sín!

Yfirlýsingar og athafnir Gylfa eru löngu farnar að orka tvímælis eins og ég hef skrifað um á þessu bloggi.  Eitt er að vera dósent annað að vera ráðherra.  Og þegar pólitískt óreyndur maður reynir að haga sér eins og pólitískur ráðherra í eins eldfimu ástandi og nú ríkir er voðinn vís.  Yfirlýsingar hans í garð Seðlabankans, samlíkingin við Enron og nú SPRON fíaskóið er að fylla mælinn.  Það var aðeins tímaspursmál hvenær erlendir aðilar sendu honum og FME tóninn.  Þetta kann að verða þjóðinni dýrt og er ekki ábætandi eftir öll mistök fyrri ríkistjórnar.  Ætlar þetta aldrei að taka enda? 

Hér er það sem þarf að gera eftir kosningar:

1. Skipa viðskiptaráðherra sem hefur afburða hæfileika í mannlegum samskiptum, er með erlenda samningareynslu og sambönd og hefur víðsýna reynslu af praktískum lausnum. 

2. Sameina Seðlabankann og FME.  Við höfum ekki mannafla með nægilega þekkingu og reynslu til að halda úti tveimur batteríum.  Of dýrt, tímafrekt og erfitt er að reyna að byggja upp traust og trúveruleika á FME og Seðlabankanum samtímis.  Betra að byggja upp eina sterka stofnun.


mbl.is Undrast aðgerðir yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

FME og Seðlabankinn gegna tveimur ólíkum hlutverkum svo ekki get ég fallist á þá tilögu en lýst vel á hugmynd þína um viðskiptaráðherrann.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Seðlabanki Bretland (Bank og England) sá um bæði þessi hlutverk í nær 300 ár þangað til Gordon Brown ákvað að skipta þessu upp í tvær stofnanir.  Aðrar þjóðir fóru að fylgja þessu fordæmi þ.a.m. Ísland.  Margir í Bretlandi halda því fram að breskir bankar hefðu ekki farið svona illa út úr þessari kreppu ef báðar þessar stofnanir hefðu verið á einni hendi.  Erfitt að segja ef það er rétt en reynslan hér að hafa þessar stofnanir aðskildar er svo hrikaleg að vert er að reyna að sameina þær.

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.3.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er a.m.k. vert að skoða. Engin spurning.

Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband