25.3.2009 | 17:06
Pólitískt þras hjá Geir fram á síðustu mínútu
Geir segir að stjórnin hafi hlaupið á sig í tveimur málum. Ætli ekki sé réttara að stjórnin hafið fallið á tíma. Aðgerðarlistinn var of metnaðarfullur og tíminn of naumur. Ákvarðanafælni Geirs er varla lausnin. Hinn gullni meðalvegur liggur eflaust á milli Geirs og Jóhönnu.
Lítum nánar á það sem Geir sagði:
Sagði hann (Geir) að margir stjórnarliðar hefðu lítinn áhuga á því að erfið prófkjörsbarátta, sem nú sé afstaðin, verði endurtekin við kosningarnar
Þetta er athyglisverð setning sem opnar örlítinn glugga inn í þankagang íslenskra stjórnmálamanna. Engin stemmning er fyrir því hjá öllum flokkum að lofa hinum almenna kjósenda að velja það fólk á Alþingi sem það treystir best. Nei, val á þeim einstaklingum sem hinn almenni borgari fær að kjósa eru forréttindi prófkjörsaðalsins sem er jafnari en aðrir borgarar í þeirri "Orwellian" samsuðu sem íslenskt samfélag er sokkið ofaní.
Sagði hann (Geir) fara betur á því að 79. grein stjórnarskrárinnar verði breytt svo hægara verði um vik að breyta stjórnarskrá
Hér er Geir að stinga upp á svokallaðri Venezúela leið sem gerir stjórnvöldum auðveldari um vik að breyta stjórnarskránni að sinni hentisemi. Þetta er stórhættulegt. Lýðveldið Ísland verður að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Til þess þarf að koma stjórnlagaþing sem er skipað fólkinu í landinu en ekki kjörnum fulltrúum stjórnmálaelítunnar sem munu reyna allt til að viðhalda sínum völdum.
Ps.
Að lokum ber að virða ákvörðun Geirs að stíga til hliðar núna og yfirgefa stjórnmál að sinni. Auðvita getur Geir komið aftur í stjórnmálin eftir 3-4 ár, þ.e. á þarnæsta þing. Geir hefur margar góðar hliðar og þekking hans og reynsla getur komið sér vel í framtíðinni. Ég óska Geirs góðs bata og alls velfarnaðar.
Stjórnin hljóp á sig í tveimur málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.