Dæmigert íslenskt klúður: Áfram Ísland!

Stjórn SPRON kennir viðskiptaráðherra um en hvað segir ráðherra?  Það er ekki eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki reynslu í að kynna fall fjármálastofnanna.  Fleiri fjármálastofnanir hafa fallið á Íslandi en í öllu EB.  Ísland á heimsmet í bankahruni.  300,000 manna þjóð slær 400,000,000 sambandi út. Já þegar íslenskir stjórnmálamenn og útrásarvíkingar taka sig saman þá slær þeim enginn við.  Áfram Ísland!
mbl.is Harma hvernig yfirtaka SPRON var kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Stjórn Spron hafði greinilega ekki manndóm til þess að tilkynna starfsmönnum sínum það þegar þeir hefðu óskuð eftir því við Fjármálaeftirlitið að það tæki yfir rekstur sjóðsins.

Stjórn Spron var það í lófa lagið hvenær sem var í öllu þessu ferli að kalla starfsfólkið sitt á sinn fund og upplýsa það um stöðu mála. Stjórn Spron valdi að gera það ekki.

Þegar Fjármálaeftirlitið og viðskiptaráherra ákveða að verða við beiðni stjórnar sjóðsins var ekkert um annað að ræða hjá þeim en kynna fjölmiðlum þá ákvörðun þegar hún lá fyrir.

Átti viðskiptaráðherra að kalla starfsfólk Spron á fund fyrst?

Auðvita ekki. Starfsfólkið er á ábyrgð forstjórans og stjórnarinnar. Það eru þeir sem klúðruðu sjóðnum og samskiptum við starfsfólk sitt, ekki ráðherra.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband