23.3.2009 | 16:19
Staðreyndirnar tala
Davíð, Geir, Ingibjörg og Björgvin þurfa að svara fyrir sig.
Hvorki ríkisstjórnin eða Seðlabakinn virðist hafa gripið til neinna raunhæfra aðgerða til að koma bönkunum og íslensku fjármálalífi úr þessum ógöngum. Kallaði Davíð, Björgvin á sinn fund eftir þessa ferð til að gera honum grein fyrir stöðunni? Fékk FME aðgang að þessum gögnum? Hvenær fréttu Geir og Ingibjörg af þessu? Ábyrgð bankamálaráðherra er vissulega mikil en ef Seðlabankastjóri tilkynnti honum og FME ekki umsvifalaust um yfirvofandi hættu vakna ýmsar spurningar. Sá sem sér kvikna í húsi ber skylda til að reyna að slökkva eða a.m.k hringja á slökkviliðið. Þetta er nú ekkert flóknara en það.
Það er alveg ljóst að bankarnir hefðu aldrei geta vaxið svona hratt nema með tilstuðlan stjórnmálamanna og aldrei fallið svona illa nema með andvaraleysi sömu manna.
Hvers vegna er þessu minnisblaði komið til fjölmiðla mánuði fyrir kosningar?
Stefndu fjármálalífinu í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ja er ekki komin tími til að senda alla 4 flokkana í frí??
Mr;Magoo (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.