23.3.2009 | 08:39
Hvar byrjar spillingin og hvar endar hún?
Ef þörf var á útlendingum fyrir einkavæðingu var nauðsyn að fá útlendinga inn í skilanefndir bankanna á fyrsta degi eftir hrun. Sömu rök gilda. Hræðsla og minnimáttarkennd íslenskra ráðamanna gangvart erlendum sérfræðingum með sjálfstæða hugsun á eftir að kosta þessa þjóð hærri skatta og niðurskurð í velferðarkerfinu. Svo er náttúrulega til sú tilgáta að íslenskir ráðamenn geti ekki ráðskast með útlendinga og treyst þeim til að gera hina "réttu" hluti eins og góðir íslenskir flokksgæðingar gera? Hvar byrjar spillingin og hvar endar hún, það er hin mikla spurning!
Pólitísk tengsl áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.