22.3.2009 | 07:58
Afarkostir: EB aðild eða AGS gæsla?
Að Ísland geti ekki bjargað þeim tveimur innlendu fjármálastofnunum sem enn hafa líflínu til erlendar banka sýnir hversu alvarlega staða landsins er orðin. Hér með líkur ákveðnum þætti í lýðveldissögu Íslands. Engar íslenskar fjármálastofnanir hafa nú "eðlilega" starfsemi við erlenda banka. Sú staðreynd að Seðlabankinn tekur yfir Sparisjóðsbankann er örvæntingafull aðgerð til að halda einni líflínu til útlanda, í þeirri von að enn verði hægt að gefa út erlendar viðskiptaávísanir. Að byggja upp erlent traust og trúverðugleika og laða að erlend fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar án aðkomu AGS eða EB verður nú enn erfiðar en áður og mun taka enn lengri tíma.
Tökum sama ástandið núna:
- Allir bankar fallnir og viðreisn bankakerfisins óviss
- Ónýtur gjaldmiðill sem krefst hárra vaxta og hafta til að skrimta á innlendri grund
- 75% fyrirtækja á leið í gjaldþrot eða greiðslustöðvun
- 20% heimila í neikvæðri eignastöðu og gríðarlegir greiðsluerfiðleikar hjá enn fleirum
- Sívaxandi atvinnuleysi
- Skuldafen Íslands eitt það versta á byggðu bóli
- Tekjustofnar ríkisins hafa hrunið og velferðarkerfið í uppnámi
- Enginn aðgangur að erlendu fjármagni nema með aðkomu AGS
- Icesave og erlendar kröfur ófrágengnar
- Stjórnmálamenn ringlaðir og flokkarnir flestir stefnulitlir
- Þjóðin reið, óttasleginn, tortryggin og bitur
Og þeim möguleikum sem eru raunverulegir til að vinna okkur út úr þessu fækkar með hverri viku og allt stefnir í að þjóðinni verði að lokum settir 2 afarkostir í þjóðaratkvæði:
- AGS gæsla og króna
- EB innganga og evra
SPRON til Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2009 kl. 11:42 | Facebook
Athugasemdir
1. = Tímabundin gjörgæzla.
2. = Varanleg innlögn sem m.a. mun kosta fullveldið og yfirráðin yfir auðlindum Íslandsmiða.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 09:09
Við eigum miklar og vaxandi auðlindir sem munu vafalítið margfaldast að virði í framtíðinni. Þær munu tryggja framtíð þjóðarinnar til lengri tíma og innan ekki svo langs tíma gera Ísland að eftirsóknarverðum fjárfestingarkosti fyrir erlendt fjármagn.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 09:15
Mér líst á hvorugan kostinn.
Offari, 22.3.2009 kl. 09:23
Hvað með þriðja kostinn að fólkið í landinu gefur skít í gerfið, rífur kjaft, blokkerar auðvaldið og hunsar stjórnvaldið, skiptir gæðum sín á milli á sínum forsendum og lætur þá sem komu okkur í þetta sjá um að koma sjálfum sér út úr þessu. Með öðrum orðum, við hættum að taka þátt, tökum það sem er okkar og gefum vondu körlunum það sem er þeirra.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 09:41
Hjörtur,
1 = fátækt og atvinnuleysi eykst og gæti orðið viðvarandi með háum vöxtum og höftum, enginn veit hvað gjörgæslan þarf að vara lengi. Útlendingar koma ekki með fjármagn inn eftir þessa reynslu nema að við gefum gulltryggð veð í auðlindum okkar og arðskrafa þeirra verður gríðarleg.
2= við þurfum að bíta í það súra epli að gefa eftir í sjávarútvegi
Þess vegna kalla ég þetta afarkosti. Að halda að það sé til "3ja" leiðin eða einhver patentlausn er skiljanlegt en ekki raunverulegt.
Andri Geir Arinbjarnarson, 22.3.2009 kl. 10:02
Góð samantekt. Það eru að vísu mun fleiri heimili með neikvæða eiginfjárstöðu, þar sem inn í tölum Seðlabankans voru bara húsnæðislán bankanna. Það vantaði allt hitt.
Marinó G. Njálsson, 22.3.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.