Sameiningarafl vantar sárlega

Það er margt gott í þessari ræður Hrundar.  Hún hittir naglann á höfuðið þegar hún talar um einsleitar ákvarðanir samhents hóps og skort á skörungslegum leiðtoga. 

Leiðtogaskorturinn er sérstaklega alvarlegt mál sem líklega á eftir að lengja þessa kreppu og gera hana erfiðari fyrir fólkið í landinu.  Það sem vantar er leiðtogi sem getur sameinað sundraða þjóð, leiðtogi sem sameinar fólk í forgangsröðun á nauðsynlegum ákvörðum svo hægt sé að hrinda þeim af stað hratt, örugglega og fumlaust.   Leiðtogi sem hrífur þjóðina og gefur henni styrk, von og áræði.  Hvar finnum við slíkan einstakling?  Við eigum engan Nelson Mandela, og engan sem kemst nálægt honum.  Hvað gerum við þá?  Þessu verður ekki svarað auðveldlega en eitt er víst prófkjör munu ekki skila okkur slíkum einstaklingi.  En leita verðum við, leiðtogalaus endum við í ógöngum.

Hitt sem Hrund bendir á, þ.e. einsleitar ákvarðanir samhents hóps, er viðvörun sem við verðum að sinna og það strax.  Því miður hefur þetta ekkert breyst hjá stjórnmálaflokkunum hvorki hjá fyrri ríkisstjórn eða hjá þeirri sem nú situr.  Það er með ólíkindum að núverandi bráðabirgðastjórn skuli keppast við að skipa í sem flestar stjórnir og ráð ríkisins á nákvæmlega sama hátt of fyrri ríkisstjórn þ.e.a.s. með ráðherraskipun.  Lín, Seðlabankinn og ÁTVR eru nýleg dæmi.  Hvernig standa ráðherrar að slíku vali?  Liggur fyrir starfslýsing á þessum stöðum?  Af hverju eru þessar stöður ekki auglýstar?  Á sama tíma skýtur skökku við að lög séu sett um að auglýsa Seðlabankastjórastöðu.  Þetta er líklega ein af fáum stöðum sem ekki er best að auglýsa enda eru Seðlabankastjórastöður í nágrannalöndum okkar ekki auglýstar.  En hins vegar eru stjórnarstöður hjá ríkisstofnunum ávallt auglýstar í flestum löndum.  Af hverju er þessu öfugt snúið á Íslandi?  Því miður er þetta klassískt dæmi um einsleitar ákvarðanir teknar af samhentum hópi sem býr í  þröngum og takmörkuðum reynsluheimi. 

Nei það er bæði haldið og sleppt.  Stjórnmálaflokkarnir verða að marka rökrétta og alþjóðlega viðurkennda stefnu í starfsmálum hins opinbera.  Annað ber vitni um ófagleg vinnubrögð og pólitíska hentisemi.

 

 

 


mbl.is Klárt að vitlausar ákvarðanir voru teknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband