Krónan er að sökkva landinu!

Íslenska krónan með sína 18% stýrivexti, verðtryggingu og höft er alls ekki samkeppnishæf.  Hvaða land myndi vilja skipta á sínum gjaldmiðli og krónu.  Simbabve?  Umræðan hefur hins vegar tekið á sig hina furðulegustu mynd.  Í staðin fyrir að taka á meinsemdinni virðast allir flokkar uppteknir að finna sem bestan plástur á sárið.  Fyrst var það 20% niðurfelling, nú er það vaxtalækkun og afnám verðtryggingar og guð má vita hvað við fáum að heyra á morgun. 

Ekkert land getur starfað á viðurkennds gjaldmiðils og bankakerfis.  Ísland skortir bæði.  Fyrir Evrópulönd sem standa utan EB eru aðeins tvö sem hafa trausta gjaldmiðla, Noregur og Sviss.  Lönd innan EB hafa evru eða eru teng evru á einn eða anna hátt.  Eitt minnsta land Evrópu sem hefur farið einna verst út úr þessari kreppu reynir að halda upp nútíma efnahagslífi með ónýtan gjaldmiðil og óstarfhæfa banka.  Það hefur verið hægt að plástra þetta í nær hálft ár en svona ganga hlutirnir ekki lengur. 

Hvað er til ráða?  Það eru aðeins 2 möguleikar í stöðunni. Annað hvort erum við utan EB eða innan.  En þetta má ekki ræða.  Hvers vegna og ef ekki nú, hvenær?  Jú því það gæti sett núverandi valdastrúktúr innan stjórnmálaflokkanna í uppnám.  Svona flokkslúxus geta Norðmenn leyft sér með sinn olíugróða en litla Ísland þar sem fyrirtæki og einstaklingar riða á barmi gjaldþrots í þúsundatali getur ekki leyft sér svona forgangsröðun. 

Allt of lengi hafa landsmenn sett allt sitt traust í hendurnar á núverandi stjórnmálaflokkum og valdaklíkum og vonast til að þeir sjái um fyrir okkur og reddi hlutunum.  Þetta er tálsýn sem hefur haft hræðilegar afleiðingar og ekki sér enn fyrir endann á.

Það er því algjörlega ótrúlegt að í staðinn fyrir að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um EB aðild er þjóðinni talið trú um að nóg sé að stokka gömlu góðu flokksspilin upp á nýtt.  Hvers vegna eru allir núverandi stjórnmálaflokkar hræddir við þjóðaratkvæði?  Af hverju halda íslenskir stjórnmálamenn að þeir viti allt best og þurfi að hafa vit fyrir þjóðinni?  Hefur það reynst okkur vel? 

Þjóðaratkvæði um EB aðild er hins vegar staðreynd.  Það er aðeins spursmál um tímasetninguna.  Vandi Íslands er svo gríðarlegur að það er því miður lítil von að núverandi stjórnmálamenn með sinn þrönga og takmarkaða reynsluheim geti komið landinu klakklaust út úr þessum erfiðleikum.  Þeir munu reyna um sinn eftir kosningar en ytri aðstæður verða þeim um megn og með skottið á milli fótanna munu þeir neyðast til að íhuga þjóðaratkvæði og EB aðild.  En á meðan brennur Ísland.

 

 

 

 


mbl.is Vaxtalækkun lífsnauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þeir eru einfaldlega hræddir við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. Munu missa einhver völd og tæki til að viðhalda sinni stöðu.

Arinbjörn Kúld, 19.3.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband