18.3.2009 | 08:46
...og eru farnir til útlanda
Það verður erfitt að ná í þessa peninga. Tvennt kemur þar til. Íslensk skattalög byggja ekki á ríkisborgarrétti eins og í Bankaríkjunum og Ísland leyfir tvöfaldan ríkisborgararétt. Hin svo kölluð skattaskjól bjóða efnuðum einstaklingum ríkisborgararétt og þar með öryggi að engar upplýsingar séu gefnar til erlendra aðila. OECD tilskipun um upplýsingar frá skattaskjólum gilda ekki um eigin ríkisborgara. Svo eru lönd eins og Sviss þar sem skatta undanskot eru ekki lögbrot. Sum lönd jafnvel veita efnuðu fólki sem er á hlaupum unda skattayfirvöldum hæli sem flóttamenn. Það eru víst ekki ófáir Bandaríkjamenn sem búa í Sviss sem "fjárhagslegir flóttamenn". Því miður mun þessi yfirlýsing ríkisskattstóra aðeins hafa þau áhrif að gefa þessu fólki tíma til að koma sínum málum í "lag" og láta fjármuni hverfa fyrir fullt og allt. Eina ráðið er að frysta eignir þessa fólks á Íslandi. Athyglisvert væri að vita hversu margir af þessu "tugi" mann eru enn á þjóðskrá hér á landi?
Íslands sjálftökumenn hafa leikið lausum hala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Thad er haegt ad varpa thessum mönnum í fangelsi.
Dragan (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:26
Lögum er haegt ad breyta. Haegt er ad setja neydarlög.
Dragan (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.