Ríkisstjórnin þarf að svara þessu!

Já það tók ekki langan tíma fyrir erlenda aðila að spá í þjóðargjaldþrot eins og ég benti á í blogg mínu fyrr í morgun á slóðinni  http://andrigeir.blog.is/blog/andrigeir/entry/823757

 

Nokkrar spurningar til ríkisstjórnarinnar.

1. Hversu hröð var atburðarásin fyrir fall Straums?  Hvaða möguleikar voru skoðaðir og hvers vegna var ákveðið að setja bankann í skilanefnd? Hvernig var skilanefndin valin og var tekið tillit til reynslu af skilanefndum hinna bankanna?

2. Er búið að reikna út hversu mikill hluti skulda Straums fellur á ríkissjóð?

3. Hvernig ætlar hin nýja skilanefnd að sjá svo um að eignir Straums lendi ekki á brunaútsölu líkt og gerðist með Moderna.  Liggur mat á eignum Straums fyrir?  Hver stóð fyrir því mati?

4. Var haft samband við erlenda kröfuhafa og fjármálaeftirlit í þeim löndum sem Straumur starfar áður en til ákvarðanatöku um skilanefnd var tekin?  Hver voru þeirra viðbrögð og hvaða þátt áttu þessir aðilar í ákvarðanatökunni?  Stilltu Bretar Íslendingum upp við vegg eina ferðina enn? 

5. Hvers vegna leyfðu stjórnvöld fyrrum eigendum Landsbankans að ráðskast með Straum eftir fall Landsbankans?  Af hverju var bankaleyfi Straums ekki endurskoða strax efir fall Landsbankans?

 

Nú verður athyglisvert að sjá hvort svör fáist við svona spurningum eða hvort ríkisstjórnin falli í sömu ormagryfju og fyrri stjórn sem tuðaði sífellt á sömu tuggunni að eignir myndu ná upp í skuldir! Það þarf ekki að hafa fleiri orð um þá visku!

 


mbl.is „Auknar líkur á þjóðargjaldþroti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afhverju í andskotanum var þessi hel%#&" bankadjö%&"#$ ekki bara látinn fara á hausinn eins hvert annað gjaldþrota fyrirtæki? Og þar sem þetta er annar bankinn sem sömu eigendur setja á hausinn þá fara ástæðurnar til að halda áfram að borga af lánum til þeirra hverfandi. Eða afhverju þurfa börnin mín að taka á sig tap af einhverjum fjárfestingarbanka, sem skiptir engu máli fyrir fólkið á götunni?

Nú er þetta bara farið að minna á Bandaríkin og vitleysuna sem er í gangi þar! Change? Sorry, don't have any...

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Annað hvort er eitthvað rosalega sniðugt í gangi sem ég er ekki að fatta, einhver er að setja pressu á ráðamenn eða þeir eru endanlega orðnir að hælismat. Ég held að númer 2 sé málið.

Villi Asgeirsson, 9.3.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband