Að tapa 4 bönkum er kæruleysi!

Að láta alla 4 helstu banka landsins falla er áfellisdómur yfir FME og stjórnvöldum.  Erlendir aðilar munu ekki skilja hvers vegna ekki var til neyðaráætlun um að trygga að a.m.k einn viðskiptabanki héldi velli.  Ef fall viðskiptabaka væri keppnisgrein á Ólympíuleikunum væru Íslendingar með gullið!  Vafasamur heiður það?  Erlendis verður þetta varla túlkað á annan veg en að landið riði á barmi gjaldþrots og að stjórnvöld séu máttlaus í baráttu sinni við að viðhalda og endurreisa lágmarks bankastarfsemi á landinu.  Enginn banki hefur viðeigandi efnahagsreikning og því er varla hægt að tala um að almenn bankastarfsemi sé hér við líði.  Stjórnvöld hafa tryggt greiðslumiðlum gömlu bankanna en tæknilega séð er landið bankalaust.  Þetta hlýtur að vera mikið áhyggjuefni AGS og það er varla tilviljun að á sama degi og Straumur stoppar auglýsir AGS eftir starfsfólki hérlendis.

 

Ps.  Af hverju var Björgólfi Thor leyft að keyra Straum í strand eftir að hafa klúðrað Landsbankanum?  Stjórnvöld hefuðu átt að krefjast strax í október að ný stjórn og forstjóri tækju við.  Lög um stjórnarhætti íslenskra fyrirtækja er í molum vægast sagt.  Stjórnvöld verða að læra að grípa inn í áður en allt er komið í óefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afhverju í andskotanum var þessi hel%#&" bankadjö%&"#$ ekki bara látinn fara á hausinn eins hvert annað gjaldþrota fyrirtæki? Og þar sem þetta er annar bankinn sem sömu eigendur setja á hausinn þá fara ástæðurnar til að halda áfram að borga af lánum til þeirra hverfandi. Eða afhverju þurfa börnin mín að taka á sig tap af einhverjum fjárfestingarbanka, sem skiptir engu máli fyrir fólkið á götunni?

Nú er þetta bara farið að minna á Bandaríkin og vitleysuna sem er í gangi þar! Change? Sorry, don't have any...

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband