Illum og Magasin á brunaútsölu!

Aldrei hefur ein þjóð keypt jafn mikið af erlendum eignun á jafnskjótum tíma og á jafn háu verðið til að neyðast síðan til að setja allt á brunaútsölu án þess að geta sér litla björg veitt.  Eftir standa lánin, eignirnar farnar til útlendinga á spottprís og orðstír þjóðarinnar í molum.  Hvað gerist næst?  Nú er allir helstu bankar landsins fallnir. Sparisjóðirnir standa veikum fótum og bæði almenningur og fyrirtæki landsins eru í bullandi skuldum. AGS hefur ákveðið að ráða til sín starfsfólk með bækistöðvar á Íslandi.  Hvað veit AGS sem ekki má segja þjóðinni svona 5. mín fyrir kosningar?  Til að bæta gráu ofan á svart er einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins forystulaus.  Við lifum á viðsjárverðum tímum og því miður bendir margt til að botninum sé ekki náð. 
mbl.is Fall Straums gæti haft miklar afleiðingar í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að sjá að lífeyrissjóðirnir tapa milljörðum af bókfærðum eignum sínum við þetta gjaldþrot.

Nornaveiðari (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur t.d. tapað 2,1 milljörðum á hlut sínum í Straumi frá upphafi bankahrunsins í septemberbyrjun 2008. Sorglegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband