Reynsluleysi og vantraust fellir Moderna

Erlendar eignir Moderna seldar til útlendinga á brunaútsölu aldarinnar vegna vantrausts og reynsluleysis íslensku skilanefndarinnar. 

Undirritaður hefur margoft skrifað um nauðsyn þess að skipa hæfa og traustvekjandi útlendinga í skilanefndir bankanna frá fyrsta degi.  Afleiðingar af þeim mistökum eru nú að koma í ljós.  Hvenær ætla Íslendingar að læra þann bitra sannleik að reynslulitlir Íslendingar með góð sambönd við íslenska stjórnmálamenn eru gullgjöf til útlendinga.  Fyrst fóru reynslulitlir íslenskir útrásarvíkingar með allt til fjandans og nú eru reynslulitlir íslenskir skilanefndarmenn að afhenda erlendar eignir Íslendinga á gjafprís.  Það er hreinlega grátlegt að sjá hvernig Svíar hafa spilað með Íslendinga hérna og því miður verður þetta aldrei rannsakað eða rætt að neinu ráði.  Rúsínan í pylsuendanum fyrir sænska fjárfesta sem voru tilbúnir að kaupa þessar eignir í desember er að í dag hafa þær líklega lækkað um a.m.k 20-30% á sama tíma. 

Þessi niðurstaða styrkir líka þá tilgátu að AGS með tilstyrk frá ríkisstjórnum hinna Norðurlandanna (sem Norðmenn fara fyrir) hafa gert þá kröfu að skipa erlendan Seðlabankastjóra svo betur væri farið með fjármagn sem þessir aðilar hafa og ætla að lána Íslandi.  

Já, lengi getur vont versnað.


mbl.is Íslenskar eignir færðar undir Milestone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er bara dapurlegt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband