15.2.2009 | 13:13
Ofurlaun bankamanna eiga mikinn þátt í þessu
Það eru margir sem segja að fjármálaeftirlit víða um heim hafa brugðist bæði FSA í Bretlandi og SEC í Bandaríkjunum. Þeir sem eiga að hafa eftirlit með bönkunum þurfa að hafa mikla reynslu af hvernig bankar starfa. Hér er vandamálið. Það var ómögulegt fyrir þessar stofnanir að keppa við bankana um laun og kjör. Allir sem létu taka til sín hjá fjármálaeftirlitum og sýndu merki um að taka rösklega á málum voru einfaldlega gert tilboð frá bönkunum sem þeir gátu ekki hafnað. T.d. hefur verið bent á að launakostnaður þeirra rúmlega 40 starfsmanna sem höfðu eftirlit með Freddie Mac húsnæðislánastofnun í Bandaríkjunum var lægri en laun forstjóra Freddie Mac sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Á meðan þessi gífurlegi launamunur er á milli bankamanna og þeirra sem eiga að hafa eftirlit þá er erfitt að fá besta fólkið í eftirlitsstörf. Við megum ekki gleyma að það er innan við ár að allir metnaðarfullir Íslendingar stefndu á starfsferil í bönkunum og áttu sína heitustu ósk að ferðast með einkaþotum. Enginn talaði um að sinn draumur væri að starfa hjá FME!
Segir breska fjármálaeftirlitið hafa brugðist gersamlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.